Andvari - 01.01.1895, Qupperneq 190
160
væri eigi nema sanngjörn krafa frá hálfu fiskimanna,
þar sem fjöl.di búfræðinga fer um landið til þess að
leiðbeina bændum í búnaði. Fiskifræðingurinn ætti
jafnframt að vera ráðanautur (konsúlent) alþingis
og sýslunefnda, þegar um einhver fiskiveiðamál, svo
sem veiðiákvarðanir, er að ræða. Það er nauðsyn-
legt að fá mann, er geti fylgt með í því, er gjört
er í útlöndum, mann, er geti aflað sjer ijósrar þekk-
ingar á vorum eigin fiskiveiðum og dýralifinu í sjón-
um hjer við land. Iíann ætti enn fremur að safna
fiskiskýrslum frá veiðistöðum og þilskipum, og segja
fyrir, hvernig þær skyldu gjörðar.
Jeg álít sjálfsagt, að hann væri Islendingur.
Ilann stendur bezt að vígi og ætlast má til, að hann
hafi meiri áhuga á þessu málefni, en útlendingur.
Að fá hingað útlendan fiskifræðing stund og stund,
hygg jeg að aldrei muni lánast vel.
Þetta mundi eðlilega kosta nokkurt fje árlega.
’Hjer væri svo mikið að gjöra fyrir einn mann, að
liann yrði að gefa sig allan við því og þá yrði hann
að fá laun á við aðra embættismenn. Auk þess
þyrfti hann árlega nokkurt fje til rannsóknarferða
á sjó eða landi og til verkfæra og áhalda. Til rann-
sókna á sjó þyrfti eðlilega haffært skip: Það þyrfti
ekki að vera stórt, en vænt, og seglskip mundi vel
duga. Menn munu nú segja, að það yrði allt of
mikill kostnaður, sem aldrei rnundi borga sig. —
Menn hafa talað um, að nauðsynlegt væri fyrir þá,
sem útskrifast af sjómannaskólanum, að fá æfingu i
ýmsu verklegu og læra að hlýða og jafnframt læra
að segja sjálfir fyrir, áður en þeir sjálfir eiga að
j’áða fyrir skipi, og er það alveg rjett. Mig minnir,
að einhver hafi komið með þá tillögu, að gott væri,