Andvari - 01.01.1895, Page 197
1G7
Tiríslurnar sínar; er raælt að honum hafi gramistsvo,
•er eitthvert aí uugviðum hans dó, að hann hafi
varla getað tára bundist, og það hafa raenn eptir
honum, að heldur vildi liann missa snerambæra kú
af básnum en eina hríslu. — Það er tæplega of mik-
ið sagt, að trjen i Skriðu eru einn af liinum fegurstu
minnisvörðum, sem ísl. bændur hafa reist sjer á þess-
ari öld og lifandi vottur um það, að takast má að
planta hjer við til ómetanlegrar prýði og gagns fyr-
ir landið. — I Fornhaga eru 6 reynitrje öll smærri
en trjen í Skriðu; 2 hin stærstu voru 19'/íi þml. og
19 þml. að ummáli alin frá jörðu. Eptir því sem
.jeg kemst næst, eru þessi trje öll yngri en Skriðu-
trjen og munu þau vera plöntuð af Birni Þorláks-
•syni frá Skriðu, sem bjó í Fornhaga og var hinn
mesti garðyrkjumaður sem faðir hans.
Eins og lcortið sýnir, er aðalstefna Iiörgárdals-
ins hjer um bil í suðvestur. Skamt fyrir innan
Oxnadalsármótin fellur Barlcá vestan í Hörgá ; þreng-
ist dalurinn mjög úr því, undirlendi er víða nær
■ekkert, áin ein greinir hliðahöllin báðum megin.
Barká fellur um Barlcárdal og er optast skoluð, því
hún kemur undan jökulfönn mikilli í dalbotninum;
■er hún opt vatnsmikil og ill yfirferðar. Barkárdal-
urinn liggur hjer urn bil í hávestur, luktur háum
og bröttum fjöllum; myndar hann bug nokkurn til
suðurs, enda er suðurhliðin nefnd Sveigur. Norður
úr Barkárdalnum ganga aptur tveir afdalir, Hafrár-
■dalur neðar og stefnir í norðvestur og innar Svell-
tungu- eða Fjeeggsstaðadalur, er liggur samhliða
Barkárdalnum eða þvi sem nær. Afstaða þessara
dala og fjallanna þar í kring er mjög skökk á kort-
inu og þyrfti nauðsynlega að leiðrjettast.