Andvari - 01.01.1895, Page 198
168
Það var á áliðnum degi, að við lögðum á Bark-
árdal frá Þúfnavöllum rjett innan við Barkármótin
og með okkur Guðmundur búfræðingur Guðmunds-
son, sem við fengum til leiðsagnar yfir fjöllin þvf
hann er gagnkunnugur um þessar slóðir. Við hjeld-
um fyrst inn Sveiginn; eru þar víða grasmiklar vall-
lendisgrundir (snarrítarpuntur) á hliðarfætinum, en
skriðuskorningar hið efra með gróðurgeirum á milli.
Undirlendi er lítið sem ekkert. Að norðanverðu i
dalnum blöstu við nokkur gljúfragilin, sem Hafuráin
og Fjeeggstaðaáin hafa grafið inn í hlíðina, áður en
þær falia í Barká. Fjeeggstaðaárgilið er kallað skóg-
argil neðan til; gróður er þar mikill og fagur viða
í hvömmunum og á klettaskeiðunum, því gilið blasir
við sól, en ralci er nægur. Hvervetna drýpur vatn-
ið fram úr sprungum og rifum í berginu og kring-
um þessar berglinda-seitlur myndast víða grænar
mosabreiður. Smá-ilmbjarkarunnar {Betula odo-
rata) hylja sumstaðar klettaskeiðarnar og teygja lim-
ið iaufrikt og ilmandi fram af klettasnösunum, en
innan um þá vaxa gulviðis hríslur (Saliæ jghyltici-
folia) og blikar hið fagurgulgræna lauf þeirra í sól-
skininu. Sumstaðar myndar gulvíðirinn smárunna,
brúska og smávaxnar hríslur af gráviði (Salix
glauca) og loðviði (S. lanata) vaxa meðal þeirra.
Hjer og hvar á klappaþrepunum vex einnig allstór-
vaxinn einir (Juniperus alpina) með stórum vel-
þroskuðum berjum. Niður í hvömmunum vaxamest
jurtir, svo sem hvannir (Angelica silvestris) en held-
ur smávaxnar, stórvaxið hrútaberjagras (Bubus
saxatilis), brennisóley (Ranunculus acer), blágresi
(Geranium silvaticum), gleym mjer ey (Myosotis
arvensis), túnsúra (Rumex acetosa), og margar fl.
Ofan til í gilinu er mjög fagur foss. Vatnið steyp-