Andvari - 01.01.1895, Page 202
172
litil Jakobsfí fils-tegund með að eins einni blóm-
köríu.
Þegar við vorum komnir upp á liájökulinn, var
nokkuð meira en jöfnu báðum náttmála og lágnætt-
is. Sólin stóð enn spölkorn yíir norðurfjöllunum og
roðaði hið ólgandi þokuhaf, sem fyllti hvern dal og
steig allt af hærra upp eptir hlíðunum. — Við fórum
nú að hraða íerðinni, því færðvar hin bezta ájökl-
inum. Við stigum af baki til þess að liðka okkur
og steyptum okkur á harða hlaupi niður í þoku-
bylgjurnar. Um stund sáum við sólina eins og gló-
andi eldskifu gegn um þokuna, en því lengra sem
við runnum niður eptir jökulhöllunum, því daufara
varð skinið, og í einu vetfangi hvarf sólbjarminn til
fulls, fjallbrúnirnar noi'ðan við dalinn báru fyrir.
Við vorum komnir úr náttsólskini háfjallanna niður
í lágnættis forsælu dalsins og þokan yfirþyrmdi okk-
ur sótmyrk og ömurleg og tók fyi’ir alla útsjón.
A stórum kafia er jökullinn mjög sprunginn og
hættulegur yfirferðar, er á líður sumar. Nú vottaði
að eins fyrir sprungunum, þær voru enn ekki opn-
aðar nema lítið eitt og hindruðu ekkert för okkar.
Allt í einu heyrðum við sem fossnið mikinn í fjarska,
í sama bili grilltum við í bláleitar svelljökulbungur
á vinstri höhd. Niðurinn færðist nær og áðúr en
oss varði stóðum við neðst á jökulsporðinum þar
sem jökullindarnar beljuðu fram um stórgrýtta far-
vegu. — Eptir nokkurra tíma jökulgöngu stigum viö
aptur á autt land. — En þá tók sannarlega ekki
betra við. Við fengum versta veg niður Kolbeins-
dalsafrjettina, sem er innsti hluti Kolbeinsdalsins, og
náðurn loks undir morgun »heim að» Hólum. Þar
tókum við á okkur náðir í hinu nýja reisulega skóla-
húsi.