Hlín. - 01.10.1901, Síða 50
44
kostnaði i árstekjur af hverri hænu. En það gerir kr.
36, 00 á ari af 20 hænum, eða 180% af höfuðstólnum,
ef að framgengin hænan kostar kr. 1,00.
En kr. 36,00 aukatekjur á ári, kosta bóndann á-
valt talsverða íyrirhöfn. Og óhætt er að fullyrða það, að
hvert hænuegg er alstaðar á íslandi og á öllum árum, í
það minnsta 3 aura virði til heimaneyzlu.
Og svo vil ég spyrja: Gefur nokkur búpeningur á
íslandi af sór árlega rneira en svarar 180% af verði
sínu, auk fóðurkostnaðar? — Eg held ekki, og sé svo,
þá sinnið með alúð alifuglarækt meira en hingað til.
S. B. Jónsson.
---------------
Að breyta til.
breyta til, ekki í öllum greinum, né til hins
lakara í neinu, heldur að eins þar sem það á
bcJ&ej við. Eða með öðrum orðum: aft umbæta alt
svo sem möyulegt er, á sannarlega að vera vort sameigin-
lega ætlunarverk, meðan oss endist aldur og heilsa til,
hvar helzt sem vér erum á jörðinni, og í hvaða stöðu
sem vér erum, og við hver helzt lífskjör sem vér búum.
— Því að alstaðar eru tækifærin til þess óendanlega
mörg og mikilsverð, vegna þess, að öll verk vor mann-
anna eru, (eins og vér sjálfir), og hafa ávalt verið, að
einhverju leyti svo ófullkomin, að þau geta tekið umbót-
um.
Það er auðvitað, að sérhverjum eínstakling ber að
byrja umbætui-nar á sér sjálfum og sínu eigin, bæði af
því, að það tækifærið er honum næst og skyldast, og
svo vegna þess, að hann verður við það færari til allrar
gagnlegrar starfsemi í lifinu, sjálfum sér og öðrum til