Eimreiðin - 01.07.1932, Side 17
EIMREIÐIN
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
249
íekinn. Aðalstarf hans var að smygla morfíni til New-Vork.
Þjóðabandalagið hefur nú í nokkur ár beitt sér fyrir ákafri
baráttu gegn eitursmyglun og notkun eiturlyfja, sem hefur
færst gífurlega í vöxt undanfarið víðsvegar um heim.
N... Á einu af skipum Cunardlínunnar var í fyrsta
Snev *' skifti notað nýtt eldsneyti í síðastliðnum júní-
^ánuði, sem menn ætla að muni draga stórlega úr útgerðar-
kostnaði, með því að það er ódýrara en olía, sem nú er not-
Eldsneytið er blanda af koladufti og olíu. Skipið sem
notaði þetta fyrst, heitir Scythia, og það gerðist á leiðinni frá
Liverpool til New-Vork. Tilraunir hafa staðið yfir í þrjú ár.
40°/o koladufti er blandað saman við 60°/o olíu, og kemur
tessi blanda að sama gagni og olía. Það er talið, að Cun-
ard-skipafélagið eitt noti um 1 miljón tonna af olíu á ári, og
kar sem olían kostar í Englandi um 60 shillinga tonnið, en
kolin ekki nema um 12 shillinga, verður ljóst hve geysimikill
sParnaður getur orðið að þessari nýju aðferð fyrir brezkar
Sislingar og yfirleitt fyrir allar samgöngur í heiminum. Cun-
ard-félagið á einkaleyfi að þessari uppgötvun. Olían er nú sú
yörutegund, sem mest er barist um í heiminum, og tekjur
k®r, sem olíufélögin hafa haft undanfarin ár, eru gífurlegar.
i^amleiðsla nútímans, iðnaður og samgöngur er olíunni meira
^að en nokkru öðru. Olíuframleiðsla Rússa hefur aukist
^ikið síðustu árin, og eru þeir að verða aðalkeppinautar
°l'ufélaganna brezku, sem eru aðallega þrjú: Brezka stein-
°iiufélagið, en í því á brezka ríkið hluti, sem nema um 7
*ili. og 500.000 sterlingspundum, Shell-félagið, sem starfar í
Sambandi við Hið konunglega hollenzka olíufélag, og Burma-
°líufélagið, sem selur olíu á indverskum markaði. Þessi þrjú
®1°9 hafa til samans rúml. 73 milj. sterlingspunda (ca. 1616
kr.) höfuðstól. Þau vinna saman að mörgu leyti, enda
afa þau mikilla hagsmuna að gæta hvort hjá öðru, sem sést
***eðal annars á því, að Ðrezka olíufélagið og Shell eiga
*ði mikið í Burma-olíufélaginu.