Eimreiðin - 01.07.1932, Síða 18
EIMREIÐIN
Bjömstjerne Björnson.
1832—1932.
[Höfundur þessarar greinar, frk. Nulle Finsen, þekti norska skáldið
Björnson betur en nokkur annar núlifandi manna honum vandalausra.
«nda dvaldi hún 8 ár á heimili hans og umgekst hann þá daglega. Hun
hefur skrifað um hann tvær bækur, Fra Björnsons Hjem og Bjðrnsons^
sidste Daqe og ýmsar greinar í blöð og tímarit. Grein sú, sem hér fer 3
eftir, er rituð fyrir Eimreiðina í tilefni hundrað ára afmælis skáldsins
hinn 8. dezember í ár].
Ef velja skyldi lífi Björnsons kjörorð, væri ekkert hepp'"
legra en hans eigin orð: »Afram inn í framtíðina, þaö er
lífsins mikla lausnarorð*. En áhugi hans fyrir framtíðinni oS
fakmarki hennar, og ógeð það, sem hann hafði á því a^
sökkva sér niður í minningar, hefur hvorttveggja orðið ti
þess, að ekkert er til frá bernsku hans og æsku eftir hann
sjálfan nema eitt lítið brot. Þeir sem því vilja kynnast honun1
sem manni, verða að leita í frásagnir annara um hann. 1 meir
en hálfa öld hafa Björnsons- og Finsens-fjölskyldurnar veri
fengdar innilegum vináttuböndum. Út frá þessari viðkynninSu
og fjölda einkabréfa til minna nánustu, hef ég í bókum min*
um um Björnson reynt að gefa — ekki heildarmynd, heldur
þáttalýsingar af honum, brotabrot úr samræðum við hann-
Stutt og einföld frásögn um líf hans og takmark það, seI11
hann setti sér, gæti ef til vill orðið lesendum þessa tímarh5
umhugsunarefni og til ánægju.
Björnson er kominn af gömlum bændaættum í karllegs11111'
Faðir hans lagði í æsku stund á guðfræði og varð síða11
prestur í litlu kalli í Austur-Noregi. Þar fæddist Björnson *
dezember 1832. Hann hefur sjálfur í smásögunni »Blakkur
sagt frá bernsku sinni þarna á litla fátæklega prestsetri
uppi á fjöllunum. Þar var æði einmanalegt og loftslag kalt, sv°
kalt að stundum snjóaði á sumrin, en kornið náði ekki fu
þroska, áður en veturinn hélt innreið sína, langur og har