Eimreiðin - 01.07.1932, Qupperneq 21
íimreiðin BJÖRNSTJERNE BJÖRNSON 253
Bernskuminning ein festi djúpar rætur í viðkvæmri lund
Björnsons og varð þess valdandi, að hann vantreysti jafnan
dómurum alt sitt líf og hafði djúpa meðaumkvun með öllum,
sem voru ákærðir fyrir að hafa drýgt glæp. Hann hefur sjálf-
ur sagt frá þessari ljótu bernskuminningu.
Dag nokkurn fanst ung stúlka að dauða komin undir snar-
brattri fjallshlíð. Morguninn eftir kom sýslumaðurinn með ungan
Wyndarlegan pilt heim á prestssetrið, og var pilturinn ákærður
um að hafa hrundið ungu stúlkunni fram af flugunum í fjall-
*nu. Alt hjálpaðist að til að fylla Björnstjerne litla ótta og með-
aumkun, og blandaðist einkennilega saman í huga hans endur-
minningin um glaðbjart sólskinið, ömurleikann við ódæðið, ná-
Bleikt, fíngert andlit piltsins og vissuna um að hann yrði
mnan skamms að líða smánarlegan dauða. Síðustu orð ungu
stúlkunnar, »þið megið ekki gera honum neitt ilt«, bergmáluðu sí-
felt í sál barnsins, og hann fékk engan frið fyr en hann hafði læðst
til piltsins og klappað honum blíðlega. — Seinna lýsir Björn-
s°n vetrarmorgninum, þegar aftakan fór fram. Fyrst varð að
róa yfir fjörðinn, því næst að ganga langa Ieið. Hægt og
ömurlega mjakaðist hin undarlega fylking áfram upp eftir
^i'öttum, snævi þöktum brekkunum. Fremstur gekk sýslu-
^aðurinn, síðan hermenn og á eftir þeim pilturinn dauða-
^aemdi á milli tveggja hempuklæddra presta, — þá litli dreng-
Urinn 7 ára gamall og heldur dauðahaldi í hönd kennara síns.
Það er eins og hvert spor, hvert hljóð, hver hræring í þreytu-
}eSum fjarrænum augum piltsins dauðadæmda hafi brent sig
’nn í endurminninguna hjá Björnson. Hann var þjáður, yfir-
^ominn af skelfingu og hræðslu, en í barnssálinni brann sú
sannfaering, að pilturinn hefði ekki sjálfur hrundið stúlkunni
fram af fjallsbrúninni. Til þess að bjarga öðrum gekk hann
sjálfur í dauðann.
Eftir að hafa í mörg ár skrifað sveitalífssögur og aðrar
s°9ur, sótti Björnson loks í sig kjark til að framkvæma það,
Sem frá því fyrsta hafði verið takmark hans: að skrifa nútíma-
^ikrit. Og eftir að hann sneri sér að því, helgaði hann skáld-
9afu sína nálega óskifta því hlutverki að berjast fyrir því í
s)onleikum og löngum skáldsögum, sem hann áleit satt og rétt.