Eimreiðin - 01.07.1932, Qupperneq 22
254
B]ÖRNST]ERNE BjÖRNSON
eimreiðin
Kunnast erlendis er leikritið »Gjaldþrot«, þar sem viðfangs-
efnið er að sýna, hvar takmörkin eru milli heiðarlegrar og
óheiðarlegrar verzlunar. Fullur mannástar og meðaumkvunar
lýsir Björnson sorg þeirri og lygum, sem leynist undir ör-
væntingarfullri baráttu auðmannsins fyrir því að halda út
kreppuna á enda. Það er ósvikið Björnsons-bragð að niður-
laginu, þar sem fjölskyldan, sem gjaldþrotin hafa svift öllu,
er látin finna hamingju lífsins aftur við þröng og fátækleg
kjör. Hann hefur svo mikla þörf fyrir að kenna rnönnunum
að auka hið góða, en útrýma því illa, að hann lætur einnig
síðari leikrit sín enda vel og í sátt við tilveruna.
Hæst nær Björnson í sorgarleiknum »Um megn« (1883).
Aðalpersónan, Sang prestur, á heima á Norðurlandi, þar
sem náttúran öll er dýrðleg, þar sem sumarið er einn óslit-
inn dagur og vefurinn óslitin nótt, þar sem miljónir fugla
sveima og fiskigöngurnar taka yfir eins löng svæði og all3
leið frá Strassborg til Parísar.
í þessu umhverfi, sem ekki er háð neinum venjulegum
takmörkunum, gegnir Adolf Sang prestsverkum sínum. Hann
var ríkur þegar hann fluttist þangað, en hann gaf alf, þegar
hann sá neyðina og fátæktina.
Ef hann er sóttur, leggur hann af stað í opnum smábát,
jafnvel þótt veðrið sé svo vont að vanir sjómenn treystist ekki
út á stórum bátum. Hann brýst yfir fjöllin í sótsvartri þoku,
hann finnur ekki til þreytu eða hræðslu, trú hans flytur fjoU>
— hann læknar sjúka og lætur halta ganga. Þá er það að
hann hygst að ná enn lengra. Konan hans hefur legið rúni'
föst í mörg ár. Bæn hans skal Iækna hana. — Og krafta-
verkið gerist — — fyrir dámagnaðan eldmóð hans rís hún
á fætur. — — —
Lofgerð, fögnuður, en að eins augnablik og áður en varir
hnígur hún örend í arma hans.
»En þetta var ekki ætlunin!® hrópar hann — »eða? "
eða?« — — og efinn nístir hjarta hans. — Trúin máttuga>
sem hefur borið hann uppi og hann blásið öðrum í brjóst,
hefur í sér fólgna ofraun. Maourinn þráir takmarkaleysið,
yfirnáttúrlega hluti. Þessi þrá brýst út í kristindómnum, en