Eimreiðin - 01.07.1932, Qupperneq 24
256
BJÖRNSTJERNE BJÖRNSON
EIMREIÐIN
máttlaus öðru megin, og alt sumarið sat hann á svölunum
fögru og horfði út yfir mjúkar, samræmisbundnar línur fjal'"
anna, út yfir dalinn, þar sem hann hafði lifað þróttmestu og
farsælustu ár æfinnar.
Hann óttaðist ekki dauðann, en æfi hans öll hafði verið
einn óslitinn lofsöngur til lífsins, hann átti svo margt að lifa
fyrir, svo margt ógert. Hann varð að fara utan og leita ser
lækningar, hann skyldi fara utan hvað sem hver segði. Þar
komust engar mótbárur að.
-----Dag nokkurn flutti síminn þau boð, að danski kon-
ungsvagninn væri á leiðinni upp eftir til að sækja hann "
»með honum gæti hann farið hvenær sem hann vildi, °S
staðið við hvar sem hann vildi« . . . Við landamæri Frakk-
lands kom sendimaður á móti honum . . . sem gesti frönsku
þjóðarinnar skyldi honum fylgt til Parísar.
— Þegar hann heyrði þetta, fanst honum æfintýrið full'
komnað, eins og hann sæi andann, menninguna, hinn sið*
mentaða heim, lúta þeim, sem hefði varið allri æfi sinni t'
að berjast fyrir sannleika og fegurð.
— Það var æfintýraljómi yfir öllu lífi hans og æfintýraljot111
yfir honum í dauðanum.
Þegar fréttist um lát hans varð hljótt um gervallan Noreð’
en orðin, sem hann hafði eitt sinn hvíslað — »ég vil kon13
siglandi heim til Noregs, og þá mun ég snúa sjónum mínu111
móti Noregi*, lifðu í hverju norsku hjarta, og einn yndisleS311
vordag opnaði spegilsléttur fjörðurinn faðminn móti stora
gráa herskipinu, sem flutti hann heim. Á afturþilfarinu sto
kistan hans, sveipuð norska fánanum og þakin blómum oð
krönzum. Sjóliðarnir standa heiðursvörð, fallbyssuskotin dyn)a»
— og svo djúp þögnin yfir öllum þeim þúsundum manna-
sem standa álengdar. — — — Sólskinið, ylurinn og ástúðm-
sem titraði í loftinu, fylgdi honum, sem hafði elskað lífið
Ijósið, til hinstu hvílunnar hans — úti í lundinum hljóða.