Eimreiðin - 01.07.1932, Page 25
Eimreiðin
Kreppan og lögmál viðskiftanna.
Björn Björnsson.
[Höfundur eftirfarandi greinar er ungur
hagfræöingur, sem nýlega hefur lokið dokt-
orsprófi við háskólann í Heidelberg á
Þýzkalandi.]
1. Inngangur.
Fált er nú jafnoft nefnt í umræð-
um manna á milli og í blöðum og
tímaritum eins og viðskiftakreppan.
Þegar ég var hér heima fyrir tveim
árum, sumarið 1930, heyrði ég aldrei
orðið kreppa eða heimskreppa. Sum-
arið 1930 lék líka svo að segja alt
í lyndi fyrir þjóð vorri. Hún hélt
atíðlegan þúsund ára afmælisdag sinn eða íslenzka ríkisins.
ermandi, græðandi andvari minninganna frá liðnum frægðar-
*’111Um íslenzka þjóðveldisins gaf björtum og djörfum vonum
11111 framtíð þjóðarinnar og hins unga sjálfvalda ríkis byr
||ndir báða vængi. Þjóðin stóð nú aftur á Þingvöllum, álíka
l°lmenn og fyrir 1000 árum — eins og þá ákveðin í að gerast
slalf smiður örlaga sinna. Munurinn var þó sá, að nú höfum
Ver langan reynsluskóla að baki. Sagan ætti að geta orðið
°Sa mikilsvarðandi leiðarvísir á sjálfstæðisbrautinni. Illvígar
e'mr Sturlungaaldar komu oss á kné, drápu lífsþróttinn,
eyddu sjálfsbjargarviðleitninni. Nú og á ókomnum tímum
Verðum vér að muna, að vegurinn er aðeins einn, og því
aktnarkið fyrir oss öll það sama: Velferð íslands. En það
Voir fyrst og fremst: verndun og varðveizla íslenzks þjóð-
ernis- íslenzkrar tungu og íslenzkrar menningar. Þess vegna
er starfssviðið hjá oss öllum það sama, hversu ólíkur sem
Verkahringurinn hjá hverjum einum kann að vera. Aðeins á
essu starfssviði, það er að segja innan vébanda þjóðarheild-
ailunar, getur einstaklingurinn neytt krafta sinna, er hann
17