Eimreiðin - 01.07.1932, Síða 26
258
KREPPAN OG LÖGMÁL VIÐSKIFTANNA EIMREIÐIN-
einhvers virði. — Þeir erfiðu tímar, sem nú ganga yfir 91or‘
vallan heim og berja að síðustu með þungri hönd að dyrum
hjá oss, ættu, þrátt fyrir alt að geta orðið Iærdómsríkir fyrir
íslenzku þjóðina. Hún mun sjá betur en nokkru sinni fyr,
með sameinuðum kröftum og sameinuðum vilja verður hun
að leita úrlausnar vandamála sinna, ef hún yfir höfuð vill hfa-
Augu þjóðarinnar munu opnast fyrir því, að hún verður að
leitast við að hagnýta sér sem bezt auðsuppsprettur landsins.
verða í sem flestum atriðum sjálfbjarga og sjálfri sér noS>
eftir því, sem kringumstæðurnar leyfa. Sú staðreynd mu°
koma æ betur í ljós, að hver sú þjóð, sem mjög er háð
heimsmarkaðinum, er í mikilli hættu stödd á hverskonar
krepputímum, hvort sem þeir eiga rætur sínar að rekja h
utanaðkomandi áhrifa, svo sem styrjalda, eða að innri orsakir
viðskiftalífsins valda truflunum þess, eins og viðskiftahömln1"
þær, sem nú eru á góðum vegi með að leggja heimsviðskifh11
í rústir.
Það er sérstökum erfiðleikum bundið að tala og skrifa um
hagfræðileg efni á islenzka tungu, þar eð hér er — eins °S
í flestum greinum vísindanna — fyrir að finna ónumið lan >
óruddar brautir. Ef til vill er það líka yfir höfuð óþakklát
verk að ræða um þessa hluti frá sjónarmiði hinnar vísinda
Iegu hagfræði. Vér íslendingar erum lýðsinna í flestu till>h>
og er það mjög vel í samræmi við sögulega þróun v°ra'
Almenningur er hér — svo er fyrir að þakka — betur upP
lýstur, eða eins og vanalegt er að segja betur »mentaður« en
víðasthvar annarsstaðar. Einkum hefur fræðiiðkunum bænda
stéttarinnar verið við brugðið og það með réttu. En almenn
ingi hættir líka til að miklast um of af mentun sinni og h*a
á niðurstöðu vísindanna smáum augum, en einkum þó f°r
sprakka þeirra, hina svokölluðu »langskólagengnu menn« e^a
sérstaka tegund þeirra: sérfræðingana svonefndu. Þetta er a
nokkru leyti skiljanlegt þegar þess er gætt, að háskóli v°r
hefur verið til þessa nær eingöngu útungunarstofnun emb®
ismanna, en hefur því miður mjög litlu afkastað í þágu v>sin
anna. Það stendur þá sennilega einnig í sambandi viðútbreios
lýðskólahreyfingarinnar, að þessi lítilsvirðing á vísindastar
seminni virðist heldur vera að fara í vöxt. En það er náttur