Eimreiðin - 01.07.1932, Síða 27
^imreiðin KREPPAN OG LÖGMÁL VIÐSKIFTANNA
259
*e2a hættulegur misskilningur, að sú almenna mentun, sem
lýðskólarnir veita, geti að nokkru leyti komið í staðinn fyrir
^ina æðri mentun. Þvert á móti hafa báðar þessar greinar
mentunarinnar hvor fyrir sig sitt sérstaka hlutverk að leysa
hendi. Og sú þjóð, sem hefur náð fylstum þroska í báðum
Sreinum, stendur án efa bezt að vígi, einnig í lífsbaráttunni
ataient, í baráttunni um hið daglega brauð.
Það er ekki nema eðlilegt, að hagfræðin eigi ekki upp á
Þallborðið hjá almenningsálitinu á þessum krepputímum við-
skiftalífsins. Kreppa þess er einnig að nokkru leyti kreppa
teirrar vísindagreinar. En hagfræðingar þeir, sem hafa helgað
Sl9 vísindastarfseminni, eru án efa nógu bjartsýnir til að gef-
as* ekki upp, enda þótt þeir séu ekki færir um að lækna
kau mein, sem valda þessari ógurlegu truflun í heimsviðskift-
Ullum, kreppuna. Hagfræðin sér heldur alls ekki hlutverk sitt
aðallega hvað þá heldur eingöngu í því fólgið, heldur í því
a^ skilja og skýra eðli og samhengi viðskiftalífsins. Það verð-
Ur því hlutverk þeirra, sem standa í hringiðu framleiðslu- og
vjðskiftastarfseminnar að færa sér í nyt niðurstöðu hagfræði-
Vlsmdanna. Hagfræðin varðar veginn, en hún er ekki sjálfur
Ve9urinn. Þó ber að játa, að hagfræðin sér leiðina út úr
°9Öngunum. En ýmislegt hamlar því að hægt sé að fara hana,
fyrst og fremst þjóðernis- og stjórnmálalegir örðug-
eins og vér munum reyna að sýna fram á, og snúum
Ver oss því að aðalefninu, kreppunni.
2. Um kreppur alment.
Truflanir eða kreppur í framleiðslu- og viðskiftalífinu eru
Unnar frá öllum tímum, einnig fyrir daga hins kapítalíska-
larmagnaða-fyrirkomulags framleiðslu og viðskifta. Oss ís-
eudingum eru vel kunnar afleiðingar harðæra. Vér vitum
'"a> að slæmar samgöngur og óhagstæð verzlun áttu sinn
. * 1 upplausn þeirri og eyðileggingu, sem fylgt hefur slæmu
arfer5i á liðnum öldum. En kreppur þessar og aðrar slíkar
eru oftast staðbundnar eða takmarkaðar að útbreiðslu og eiga
r®tur sínar að rekja til utanaðkomandi áhrifa svo sem nátt-
UrUfyrirbrigða, drepsótta, styrjalda, uppskerubrests o. s. frv.
rePpur þær aftur á móti, sem samfara eru hinu fjármagn-
°9 þá
leikar,