Eimreiðin - 01.07.1932, Qupperneq 28
260
KREPPAN OG LÖGMÁL VIÐSKIFTANNA eimreiðiN
aða fyrirkomulagi viðskiftalífsins, eru alt annars eðlis. Þær
eiga upptök sín í þessu fyrirkomulagi sjálfu og eru því vaktar
til lífs og nærðar af innanaðkomandi öflum. Samt ber ekki
að neita, að hinar áðurnefndu orsakir geta verið hér einnig
að verki. Þó eru þær, að styrjöldum undanteknum, nú tiltölu-
lega þýðingarlausar fyrir heimsviðskiftin í heild sinni, enda
hvergi nsérri eins hættulegar og áður, meðal annars vegna
bættra samgangna. Örlagaríkar geta þær samt sem áður verið
fyrir einstakar þjóðir, t. d. vetrarharðindi eða fiskileysis- °S
slæmt heyskapar-ár fyrir oss Islendinga. Þar sem samgöng'
unum á stórum svæðum er aðeins skamt á veg komið, eins
og t. d. í Kína, eru þessar kreppur enn tíður vágestur. Eins
ólíkar og orsakirnar fyrir báðum þessum kreppum eru, svo
fjarskyldar eru þær sjálfar í eðli sínu, en ekki að sama skapi
í afleiðingum. Auk þess að viðskiftakreppur eins og sú, sem
hrjáir oss nú, engin takmörk þekkir, þ. e. a. s. er ekki bundw
við neitt sérstakt land eða þjóðarbú, heldur — sarnkvaemt
eðli sínu sem viðskiftatruflun — grípur öll heimsviðskiftw
heljartökum, er hér ekki fyrst og fremst um skort að raeða'
heldur miklu fremur óhóf og allsnægtir af þessa heims Sæ^~
um. Annarsvegar fullar kornhlöður og forðabúr hverskonar
lífsnauðsynja, hinsvegar sveltandi miljónir mannanna barna.
Slíkar andstæður gefa næga ástæðu til að íhuga hvar er
komið hag og framtíð mannkynsins á þeirri braut, er nu
göngum vér. Einnig er vert að íhuga hvort hið ríkjandi fyrir'
komulag viðskiftalífsins, sem alið hefur í skauti sér stórkost-
legri framfarir og hverskonar breytingar á högum einstaklinS'
anna og þjóðanna en áður eru dæmi til, hafi nú lifað sitt
fegursta, sé í þann veginn að vaxa mannkyninu yfir höfuð,
beri það ósjálfbjarga, fjötrað böndum óviðráðanlegs æðri nátt-
úrulögmáls, á barm glötunarinnar. En það væri alveg ranS*
að vera svo svartsýnn að trúa á slíkan heimsendi. Frá fyrstu
dögum hins fjármagnaða fyrirkomulags viðskiftalífsins oru
kunnar truflanir slíkar sem þessi, m. ö. o. þróunin hefur ekk1
fylgt neinni beinni, heldur öldumyndaðri línu. Straumur þr°
unarinnar ber oss, þegar bezt gegnir, upp á hæstu hæðu-
velgengninnar. Vér erum bjartsýn og trúum á eilífa fraI^
þróun í þessa átt. En skamma stund verður hönd höggi fesin'