Eimreiðin - 01.07.1932, Page 32
264 KREPPAN OG LÖGMÁL VIÐSKIFTANNA EIMREIÐIN
leiðsluna í bili. Slík aukning gjaldeyrisins skapar þó í sjálfu
sér engin ný verðmæti, en hún breytir aðstöðunni til þeirra
verðmæta, sem þegar eru fyrir hendi. Einstöku framleiðslu-
greinar geta aukið framleiðslu sína fram yfir það, sem mark-
aðurinn krefur. Um leið standa þær öðrum fyrir ljósinu.
Samræmið, sem hlýtur að ríkja í framleiðslunni, ef ófals-
að markaðsverð hefur hvarvetna fullan úrskurðarrétt, er
truflað. Þetta ástand getur aldrei átt sér langan aldur.
seðlabankarnir fengju að gefa út seðla eftir vild sinni, mundi
það hafa stöðuga verðhækkun í för með sér, en það er þa^'
sem kallað er verðbólga (Inflation). Endirinn yrði hrun gjal^'
eyrisins. í rauninni kemur það sjaldan fyrir. Löggjafarvaldið
tekur áður í taumana hjá bönkunum. En það breytir aðeins
úrslitunum, en ekki eðli þeirra fjörkippa í viðskiftalífinu, sein
bygðir eru á óeðlilegri aukningu lánsfjárins (.Kreditinflation/•
Þeir eiga ekki rætur sínar að rekja til lífrænna afla í
leiðslu og viðskiftum, og eru þeir því þegar í fæðingunni dæmdir
til að stirðna og visna, dæmdir til dauða. Endalokin eru alt-
af þessi: Verðhrun, deyfð í framleiðslunni og upplausn hla
þeim framleiðendum, sem samkvæmt hinu virkilega ásigkoæu-
lagi markaðsins í rauninni engan tilverurétt áttu. Alt þet*a
hefur mikla fjáreyðileggingu í för með sér. En það ryður
nýju samræmi og jafnvægi í framleiðslu og viðskiftum braut.
sem er fyrsta skilyrðið fyrir því, að nýtt fjör, sem er byfl'
un til nýs veltutímabils, færist í viðskiftalífið.
Þó að viðskiftakreppurnar sé því að miklu leyti að kenna
röngum og skammsýnum viðskiftahöftum, eiga þær þó sínar
dýpstu rætur í hinu ríkjandi viðskiftafyrirkomulagi sjálfu, ein®
og vér þegar höfum bent á. Þessi staðreynd hefur valdið ÞV1
þungum áfellisdómum, einkum frá hendi sameignarstefnunnar-
Eins og kunnugt er, eru aðaleinkenni hins ríkjandi viðskifta
fyrirkomulags einstaklingseignarréttur á framleiðslutækjununi
og frjáls viðskifti. Skoðun sameignarstefnunnar er, að það se
tilgangslaust að stríða móti kreppunum á þessum grundve
Þetta fyrirkomulag vanti alla æðri stjórn og sameigileSan
leiðandi vilja. Það séu því engin undur að truflanir í n
viðskiftakreppunnar stingi öðruhvoru upp höfðinu. Framle1 ^
endurnir framleiði algerlega í blindni, eingöngu leiddir a