Eimreiðin - 01.07.1932, Side 35
E'MReiðin kreppan og lögmál viðskiftanna
267
utan af gnægð sinni. Nú munum vér leitast við að sýna í
'iósi veruleikans hina einstöku liði í keðju þessa ósamræmis.
Þó er bezt að geta þess strax, að samhengið milli þeirra er
svo náið, að vart er gerlegt að skoða þá hvern fyrir sig, án
t*ess að hafa jafnframt alla liðina fyrir augum. Oft er næsta
erfitt að greina hvað er orsök og hvað er afleiðing.
3. Atvinnuleysið.
Alvarlegasti fylgifiskur kreppunnar er atvinnuleysið. Vér
Sátum þess að á veltutímum viðskiftalífsins (liochkonjunktur)
Vxi framleiðslan örar en kaupgeta neytendanna og þar með
neyzlan. Þetta er að kenna ósamræmi teknanna, en þó eink-
Uni Iánveitingastarfsemi bankanna. Brátt kemur sá tími, að
þeir verða að kippa að sér hendinni. Framleiðsluna vantar
þó rekstrarfé til að geta starfrækt framleiðslutækin, sem við
þ^aðfara aukningu framleiðslunnar á veltutímanum eðlilega
eru orðin mjög umfangsmikil. Framleiðendurnir neyðast til að
Se9Ía upp nokkrum hluta verkamanna sinna. Það er byrjunin
atvinnuleysinu. Það er ekki tilgangur vor hér að lýsa því,
þversu stórkostlega eymd og spillingu núverandi atvinnuleysi
~~ 20—30 miljónir atvinnuleysingja í heimi stóriðjunnar —
ber í skauti sínu. Hlutverk vort er aðeins að skoða það frá
Ua9fræðilegu sjónarmiði. — Það sýnir sig, að atvinnuleysið
er hvorttveggja í senn, orsök og afleiðing kreppunnar, og því
1 flóknu sambandi við hverskonar truflun viðskiftanna. Að
miklu leyti sem núverandi deyfð viðskiftalífsins ekki
einlínis er orsök atvinnuleysisins, liggja ýmsar aðrar djúp-
ar rætur til þess, t. d. breyting á atvinnu- og framleiðslu-
attunum, sterk aukning íbúatölunnar í flestum löndum, sam-
ara breyttri uppistöðu hennar eftir aldri, eða m. ö. o. tiltölu-
e9a meiri aukning tölu vinnufærra og atvinnuleitenda en
atlnara hluta þjóðanna. Raunar er vöxtur íbúatölunnar síðan
e^lr stríð í flestum löndum hægfara, og á síðasta fjórðungi
. essarar aldar fer fólkinu sennilega fækkandi í mestu menn-
’n9arlöndunum. Það Ieiðir náttúrlega af sér stöðugt minkandi
rairiboð vinnukraftsins. Þessi léttir á markaði vinnuaflsins er
Samt ekki farinn að gera vart við sig ennþá. Sérstaklega
e^ur tala vinnandi fólks í Þýzkalandi aukist. Hún er nú