Eimreiðin - 01.07.1932, Page 37
e>Mreiðin KREPPAN OG LÖGMÁL VIÐSKIFTANNA 269
hefði verið á rökum bygður, hefðu sennilega 99 verkamenn
hverju hundraði verið atvinnulausir í lok síðustu aldar, í
staðinn fyrir að svo að segja ekkert atvinnuleysi þektist.
^innukraftur sá, sem aukin vélaiðja hefur svift atvinnunni,
finnur alt af vinnu í nýjum iðjugreinum. Sökum hinna bættu
framleiðsluhátta er hægt að framleiða meira en áður með
sama kostnaði, eða jafnmikið með minni kostnaði. Hin aukna
neYzla, sem slíkar framleiðslubætur hafa í för með sér, skapar
möguleika fyrir nýjar iðjugreinar og því um leið aukna at-
v'nnu. Enn er langt frá því, að allir geti fullnægt þörfum
s,num. Neyzlan gæti því margfaldast, ef aðeins aðalskilyrðin
lyrir því, nógu hagkvæmir og ódýrir framleiðsluhættir, væru
^Vrir hendi. Ef rétt er að farið, er vélakrafturinn oftast ódýr-
ari en handaflið, og aukning hans því jafnframt framleiðslu-
k®tur. Takmörk eru þó fyrir því sem öllu öðru.
Vér þykjumst nú hafa leitt rök að því, að aukning véla-
'ðjunnar geti ekki leitt atvinnuleysi af sér, svo framarlega
Sem framleiðsluhættirnir þar með batna, neyzluvaran verður
^etri og ódýrari. Siðar munum vér sýna fram á, að skilyrðið
[Vrir þessu er frjáls markaður. Þó ber ekki að neita, að mjög
hraðfara breytingar á framleiðsluháttunum geti haft og hafi
Um stundarsakir atvinnuleysi í för með sér. Það getur því
Vlrzt svo, að atvinnuleysið sé stöðugur fylgifiskur núver-
andi fyrirkomulags viðskiftanna. Allmargt verkafólk mun alt af
Vera í leit eftir atvinnu. Vmislegt stuðlar að þessu, þótt at-
vmnumöguleikar séu fyrir hendi. T. d. er ekki ætíð auðvelt
að skifta um atvinnugreinar. Auk þess er vinnukrafturinn all-
staðbundinn. Það er miklum erfiðleikum og kostnaði bundið
að komast frá einu landshorninu til annars. Einkum á það
v‘ð um fjölskyldufeðurna, og allir eru að meira eða minna
|eYti fjötraðir við átthagana. Þó sjáum vér, að allir þessir
°rðugleikar eru árlega og daglega yfirunnir, aðeins ef við-
tl°i'fin krefjast þess. Það sýnir sig jafnvel, að landamæri ríkj-
aana og heimshöfin eru ekki nema smávægilegur þröskuldur,
löggjafarvaldið situr hjá, blandar sér ekki inn í hringrás
v'ðskiftanna. Vér erum árlega vitni að stórkostlegum fólks-
mtningum milli atvinnuvega vorra, eftir árstíðum, og fólks-
siraumurinn úr bygðum landsins til sjávarins, úr sveitunum í