Eimreiðin - 01.07.1932, Qupperneq 39
Eimreiðin kreppan OG LÖGMÁL VIÐSKIFTANNA 271
'ðjugreinar. Spunavélin og sjálfvirki vefstóllinn svifti fjölda
verkafólks lífsviðurværi sínu. Brauðgjafar atvinnulausu vefar-
anna urðu nýjar iðjugreinar, sem uxu upp í skauti þessara
atvinnubóta.
Vér þóttumst mega fullyrða að útbreiðsla vélaiðjunnar gæti
ekki átt sök á atvinnuleysinu, svo framarlega sem ófalsað
niarkaðsverð væri leiðarvísirinn. En nú er það því miður í
fostum tilfellum svo, og getur því sú aukning vélaiðjunnar,
sem ekki er í samræmi við hið virkilega ásigkomulag mark-
aðsins, verið mikilvæg truflunarorsök viðskiftanna. Verðið á
aðalkostnaðarliðum framleiðslunnar er, vegna skerðingar við-
skiftalögmálsins, falsað. Renturáðstafanir bankanna valda óeðli-
^gum fjörkippum viðskiftalífsins á veltutímunum. Eftirköstin
eru þeim mun meiri truflun og deyfð. En um leið og bank-
arnir falsa verð fjárins, halda því lægra en sem samsvarar
kinu virkilega markaðsásigkomulagi, stuðla þeir að fjármögnun
v>ðskiftanna og flýta þannig fyrir útbreiðslu vélaiðjunnar.
^essi ótímabæra þróun fær einnig byr í seglin úr annari átt.
^nnar aðalkostnaðarliður framleiðslunnar, vinnulaunin, eru,
yegna hringmyndana verkalýðsins, falsaðar. Verð vinnukrafts-
lns er af þeim ástæðum oftast hærra en sem svarar hinu
v*fkilega markaðsásigkomulagi. Þar sem nú þessir tveir yrkju-
baettir, féð og vinnukrafturinn, geta innan vissra takmarka
komið hvor í staðinn fyrir annan, veldur slík gagnstæð fölsun
^arkaðsverðsins auðvitað mjög óeðlilegri tengslun þeirra í
hamleiðslunni. Framleiðsluhættirnir taka á sig mynd, sem enn
er ekki tímabær. Enginn vafi er á því, að hin stórstíga út-
kfeiðsla vélaiðjunnar á undanfarandi árum byggist að nokkru
kyti á þessum forsendum. Hún getur því verið og er án efa
^ikilvæg orsök kreppunnar og hinna skaðlegu afleiðinga
kennar fyrir viðskiftin.
Um leið og kreppan er orsök atvinnuleysisins, eru skakkar
*aunaráðstafanir af hendi verkalýðssamtakanna mikilvæg ástæða
kess, þar sem þessar launaráðstafanir eru ein af rótum krepp-
uunar. Því er varið hér eins og annarsstaðar, að betra er að
kíða ekki eftir því að kreppan >rasi útc og viðskiftalögmálið
^lálft brjóti af sér fjötra þá, sem hvarvetna er búið að leggja
a bað, heldur reyna að komast fyrir rætur kreppunnar og