Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 40
272 KREPPAN OG LÖGMÁL VIÐSKIFTANNA eimreidiN
leysa góðfúslega fjötra viðskiftalögmálsins. Sigurinn er því
hvort sem er vís. Þess vegna er bezt að flýta fyrir honum,
1il að draga úr eyðileggingu hans fyrir viðskiftalífið. Eftir þvi
sem atvinnuleysið vex, minka möguleikarnir fyrir verkalýðs-
samtökin að koma fram kröfum sínum, og þegar atvinnuleysið
er komið á nægjanlega hátt stig, eru öll samtök þýðingar-
laus. Það er ekki lengur hægt að framkvæma þau. En áður
en svo langt er komið, eru ef til vill margar atvinnugreinar
komnar í kalda kol, og almenn upplausn stendur fyrir dyrum.
Eins æskileg og há verkalaun eru fyrir alla aðilja — fyrir
verkafólkið sem undirstaða velferðar þess, fyrir framleiðend-
urna sem mikil kaupgeta neytendanna og aflgjafi vinnukrafts-
ins — svo nauðsynlegt er, að þau standi í samræmi við
virkilega markaðsstöðu sína. Launaupphæðin ein saman sker
ekki úr því, hver er afkoma verkalýðsins, heldur ræður hér i
hvaða hlutfalli launin standa við neyzlukostnaðinn. Um leið
og verkalaunin eru verð yrkjuþáttarins — vinnukraftur, eru
þau einn af aðalkostnaðarliðum framleiðslunnar. Óeðlilega ha
vinnulaun hafa því óeðlilega háan framleiðslukostnað í f°r
með sér og þar með óeðlilega hátt verð neyzluvaranna. Ha
laun þýða því háan neyzlukostnað innanlands, auk þess sem
þau gera framleiðsluna ósamkeppnifæra á heimsmarkaðinum-
Það er því fyrsta boðorð allra skynsamlegra launaráðstafana,
að þær liggi sem næst virkilegu markaðsverði vinnuaflsins.
Verð vinnukraftsins hefur tilhneigingu til stöðugleika. Verka-
launin byggjast alt af að nokkru leyti á hefð og neyzluvenjuni
verkamannanna. Verðsveiflur eru því hér hægfarari en a
öðrum markaðsvörum. Þetta hlýtur alt af, jafnvel á frjálsum
markaði, að valda nokkrum truflunum í viðskiftalífinu. Eins
og vér gátum um, er það eftir núverandi viðskiftafyrirkomU"
lagi stöðugum sveiflum undirorpið. Æskilegt er því, að aM'r
þættirnir í uppstöðu þess fylgi sem nákvæmast þessum sveifl'
um. Auk þess sem launaráðstafanir verkalýðssamtakanna fal53
markaðsverð vinnukraftsins, vinnulaunin, stuðla þau jafnframt
að stöðugleik þeirra. Af því að launin eru í eðli sínu stöðuð-
vaxa þau á »uppsveiflutímunum« hægar en skyldi og mikið
hægar en tekjur framleiðendanna. Á »niðursveiflutímunum*
-er þetta aftur á móti alveg öfugt. Hér, og einkum þó í krepp'