Eimreiðin - 01.07.1932, Síða 42
274
KREPPAN OQ LÖGMÁL VIÐSKIFTANNA eimREIÐU*
aðsverðið á frjálsum markaði, í hásæti, og grípa sem mins
fram fyrir hendurnar á þessum konungi. Vér höfum þegar syn
fram á, hversu skaðleg fölsunin á markaðsverði fjárins og vinnu
kraftsins er. Þar sem hér ræðir um verð aðalyrkjuþáttanna, er
þar með verð allra neyzluvara falsað. En framleiðendurnir bæ*a
með samtökum sínum og hringmyndunum tíðum hér gráu o
an á svart, svo að í byggingu viðskiftanna, sem aðeins Se^ur
staðið á grundvelli frjáls markaðar, stendur ekki lengur steinn
yfir steini. Þau eru orðin samsteypa af skipulagsbundmn'
framleiðslu og samkepniviðskiftum og því hvorki fugl ne
fiskur, og sambýlið er ekki blessunarríkt, eins og afleiðingar
núverandi kreppu sýna.
Hinn eðlilegi gangur kreppunnar er skyndilegt og tilfmn
anlegt verðfall framleiðslu og þvínæst neyzluvaranna. Eink
um verður frumframleiðslan fljótt fyrir skakkaföllum.
verðfall hefur í för með sér, að ýmsar framleiðslugreinar e^a
hlutar þeirra, m. ö. o. þeir framleiðendur, sem af einhverjum
ástæðum ekki eru samkeppnifærir, t. d. vegna úreltra fi"anl
leiðsluhátta, verða að gefast upp. Slíku hruni fylgja eðlileSa
allmikil fjártöp, sömuleiðis atvinnuleysi. Á hinn bóginn lækkar
neyzlukostnaðurinn svo mikið, að neyzlan tekur að aukas ■
Birgðirnar ganga til þurðar, og framleiðendur þeir, sem kom
ust klaklaust yfir ólagið, geta tekið að auka framleiðslu s,na
á nýjan leik. Þessi blóðtaka framleiðslunnar er jafnframt mik>
væg hreinsun. Aðeins þeir framleiðendur, sem fullkominn >>
verurétt eiga samkvæmt hinu virkilega ásigkomulagi markaðs
ins, standa eftir á vigvellinum. Hinir, sem í lok uppsveiflunnar
voru orðnir á eftir tímanum og aðeins vegna hins öra fl°r/
kipps viðskiftanna gátu haldið sér á floti, eru nú falln>r
valinn. Framleiðslan í heild sinni verður við það ódýrari oS
hagkvæmari. Einnig hafa verkalaunin, vegna lækkaðs neyz
kostnaðar og aukins framboðs vinnukraftsins, fallið. Sama
að segja um rentuna, sem í lok uppsveiflunnar var orðin ser
staklega há, vegna óhagstæðs hlutfalls milli framboðs
eftirspurnar eftir fénu. í stuttu máli sagt: jafnvægi er kom>
aftur á og ný uppsveifla, sama hringrásin, getur byrjað affur-
Hún fleytir mannkyninu inn á nýjar framfarabrautir. Þetta
lífræn þróun, spegilmynd sjálfs lífsins, en ekki kyrstaða.