Eimreiðin - 01.07.1932, Side 44
276 KREPPAN OG LÖGMÁL VIÐSKIFTANNA eimreiðiN
minkar, er eina ráðið til að verjast töpum, að hækka jafn-
framt söluverð hverrar framleiðslueiningar. En það dregur enn
úr eftirspurninni, misjafnlega mikið, eftir því hve eftirspurn
umræddrar vöru er næm fyrir verðsveiflum. Þessi gangur
verðmyndunarinnar í kreppunni á slíkum bundnum markaði,
er því alveg gagnstæður eðli og lögmáli viðskiftanna. Hann
er aðeins stundarfrestur fyrir þessar greinar framleiðslunnar,
og að síðustu verður hann til eyðileggingar öllu viðskiftalífinu,
dýpkar og lengir kreppuna í það óendanlega, svo að hun
verður að víðáttumiklum öldudal, í staðinn fyrir að hún hefðj
orðið aðeins lítilfjörleg dæld, ef lögmál viðskiftanna hefð*
ráðið, ef ófalsað markaðsverð hefði verið haft að leiðarsteim-
Án þess eru framleiðendurnir algjörlega áttaviltir, þeir vita
ekki hvar þeir eru staddir eða hvert þeir eiga að halda, þeir
ráfa í blindni eins og vegfarandinn, ef allir ljósgjafar mistu
skyndilega birtu sína.
5. Verndarstefna ríkjanna.
En það eru ekki aðeins þeir, sem standa beinlínis að fraW
leiðslunni og viðskiftunum, framleiðendur, verkamenn og lan'
stofnanirnar, sem eru einir um þessa skaðlegu herferð mót>
eðlilegri verðmyndun á frjálsum markaði. Ríkisstjórnimar
vinna ef til vill aðalböðulsverkið. Heimsviðskiftin og heims-
framleiðslan verður nú fyrir alvarlegum breytingum af vöH'
um breyttra framleiðsluhátta, bættra samgangna, breyttm
neyzluvenja o. s. frv. [Strukturwandlungen]. Allar þessar
breytingar valda mikilli ummyndun í uppistöðu heimsviðskift'
anna. Skifting heimsins er hvergi nærri til lykta leidd ennþa-
Þvert á móti. Á óteljandi vígstöðvum er barist um völdin a
heimsmarkaðinum. Þótt þessi viðskiftabarátta sé háð af fram-
leiðendunum fyrst og fremst, standa samt ríkin áð baki þeirra
og smíða þeim vopnin og verjurnar. Skjöldur og sverð 1
þessum hernaði eru tollar, styrkveitingar og aðrar ívilnanif*
Án þess að ræða eðli og afleiðingar tollanna til hlítar, næSir
hér að geta þess, að þeir hefta fyrst og fremst vöruskifh
þjóðanna og þar með eðlilega verkaskiftingu landanna eftir
framleiðsluskilyrðum. Þótt tollarnir í einstöku tilfellum Qe^
verið og séu nauðsynlegir, eru þeir samt oftast mjög tvíeggi3^