Eimreiðin - 01.07.1932, Side 45
EIMREIÐIN kreppan OQ LÖQMÁL VIÐSKIFTANNA 277
vopn. Auk þess sem þeir því sjaldan eiga fullan hagfræði-
legan rétt á sér, eru þeir einhver stærsti þröskuldurinn á
vegi samrýmdrar, samstiltrar þróunar heimsviðskiftanna. Þeir
eitra einnig andrúmsloftið í heimi stjórnmálanna, auka þannig
andstæðurnar á því sviði, ala á hverskonar tortryggni. En
tortryggnin einsaman getur á mjög alvarlegan hátt truflað
eðlilega hringrás viðskiftastraumanna t. d. fjárins. Kemur það
sérstaklega greinilega í ljós í uppsögn lána og synjun um
nýjar lánveitingar hjá þjóðunum nú að undanförnu. Þó væri
frjáls straumur fjárins eitt bezta meðalið til að auka jafn-
Vægið milli hinna einstöku þjóðarbúa og draga þannig úr
völdum kreppunnar. Þar sem tollarnir hindra millilandavið-
skiftin, hækka þeir framleiðslukostnaðinn og auka þar með
neyzlukostnaðinn innanlands. Fyrir slíka fölsun markaðsverðs-
ins er framleiðslunni veitt inn á alveg rangar brautir. Ógrynni
fjár er lagt fram til framleiðslugreina, sem vanta nauðsynlég
skilyrði til að dafna. Þær verða því skaðlegar rotplöntur á
lífsbraut þeirrar þjóðar, sem í hlut á, og eiga þó enga fram-
tíðarvon og þar með engan tilverurétt. Ef harðnar í ári og
á krepputímum verða svo ríkin að hlaupa undir bagga með
þessum framleiðslugreinum og styðja þær með opinberum
iramlögum. Einnig frá þessari hlið séð gengur verndarstefna
þins opinbera þegar alt of langt. Auk þess sem ríkin þar
með alveg umturna grundvellinum undir réttri og hagkvæmri
þyggingu viðskiftalífsins, auka þau fram úr öllu hófi hinar
opinberu álögur og draga líka á þann hátt lífsþróttinn úr
tfamleiðslunni. Yfir höfuð hefur hið opinbera mjög um of
víkkað verkahring sinn. Vér ætlum þó ekki að fara lengra út
í það hér. Aðeins viljum vér benda á, að sú skoðun, sem nú
gerir oft vart við sig hjá almenningi og jafnvel hjá stjórn-
Riálamönnum, þótt ótrúlegt megi virðast, að eignaskattar og
þó einkum stóreignaskattar séu meinlausir, er ákaflega skað-
'eg og röng. Náttúrlega hnekkja þeir ekki neyzlunni og fram-
leiðslunni beinlínis eins tilfinnanlega og almennir neyzlu- og
lekjuskattar. Hinsvegar skaða þó þær skattaráðstafanir, sem
ttiiða að því að íþyngja tekjum af eignum sérstaklega, fram-
leiðsluna óbeinlínis mjög alvarlega. Fjármyndunin verður ekki
oðeins heft við það, heldur getur, ef of langt er farið, fjár-