Eimreiðin - 01.07.1932, Page 46
278 KREPPAN OQ LÖGMÁL VIÐSKIFLANNA eimREíðiN
stofninn eyðst. En það þýðir hér um bil það sama fyrir þjóð'
arheildina og fyrir bóndann, ef hann væri rændur sauðfjar-
stofni sínum. Aðalmáttarstoðinni er þannig kipt undan fram-
leiðslunni. Það er því hér um sóun að ræða — minsta kosti
í mörgum tilfellum. Fjárstofninn minkar frá því, sem hann
var, í staðinn fyrir að hann hefði annars aukist. En fjárstofn
þjóðarheildarinnar er grundvöllurinn undir framleiðslu lands-
ins. í því hærra hlutfalli sem hann stendur við tölu vinnandi
handa í landinu, þeim mun hærra liggja verkalaunin, svo
framarlega sem óskert markaðsverð ræður. Auk alls annars
geta ógætilegir eignaskattar orðið þess valdandi að féð le’*1
úr landi, eða að því sé á einhvern hátt sóað gálauslegm
Sparifjáreigendur sjá sér lítinn hag í að spara saman fé,
að láta svo taka það aftur af sér með skatta-álögum. H,n
mikla óreiða, sem fjármál margra ríkja eru nú komin í, eT
ekki aðeins fylgifiskur kreppunnar, heldur er hún að miklu
leyti sjálfskaparvíti þeirra, sem í hlut eiga, stjórnanna, þmS"
anna. Þetta ólag fjármálanna, sem meðal annars fylgir í kjöl'
far verndarstefnu ríkjanna, er því ein af orsökum kreppunnaf-
Minsta kosti stuðlar það í mörgum löndum að eyðilegSinSu
þeirri, sem kreppunni fylgir.
6. Kreppan í landbúnaðinum.
Þó að aðgerðir ríkjanna í viðskifta-málunum, séu frá haS
fræðilegu sjónarmiði séð oft bæði skaðlegar og rangar, eru
þær í rauninni ekki aðeins afsakanlegar, heldur í mörsu,n
tilfellum óhjákvæmilegar. Ríkin geta ekki með góðu móti se
áður blómlegar greinar aðalatvinnuvega borgaranna legSlnS
í rústir, án þess að reyna að rétta þeim hjálparhönd. Ser
staklega ber ríkjunum þjóðhagsleg skylda til að hlúa að lau
búnaðinum eftir föngum, þar sem bændastéttin ætíð er traust^
asti sósíali grundvöllur þjóðanna og því æskilegt, að hann se
sem breiðastur. — Vér gátum áður um, að uppistaða heims
framleiðslunnar væri nú stórkostlegum breytingum undirorpm-
Einkum á það við um frumframleiðsluna, landbúnaðinn. tn
samhengi heimsviðskiftanna er svo náið, að slík róttæk byltiuS 1
frumframleiðslunni hlýtur að breyta byggingu heimsframleiðs
unnar í heild sinni frá grunni. í straumi hinnar almennu