Eimreiðin - 01.07.1932, Page 50
282 KREPPAN OG LÖGMÁL VIÐSKIFTANNA EIMREIÐIN
*
önnum kafnar við að finna upp einhver ráð til að koma i
veg fyrir þessa gnægð og verðfallið, sem af henni leiðir, þvl
að verðfallið kippir fótunum undan fjölda framleiðenda. Ráð-
in, sem þær brugga, eru samt oftast banaráð fyrir þjóðirnar,
því að þau eru sett til höfuðs óumbreytanlegum, eilífum löS'
málum. En forráðamenn þjóðanna hafa ekki enn haft hug*
rekki til að velja einu færu leiðina, en hún er: að veita við'
skiftastraumunum frjálsa framrás, að brjófa niður tollmúrana,
sem kyrkja eðlilega þróun heimsviðskiftanna.
Annað bezta dæmið um umturnun þá á eðlilegri uppistoðu
heimsframleiðslunnar, sem breyttir frámleiðsluhættir síðustu
ára hafa haft í för með sér, er gúmmí- eða togleðursfram-
leiðslan. Fyrir stríð óttuðust menn, að skortur á togleðri
mundi setja hinum hraðvaxandi bifreiðaiðnaði óyfirvinnanleS
takmörk. Iðnaðarþjóðirnar lögðu því mikið fé í að koma a
fót gúmmí-plantekrum í nýlendum sínum. Síðar tóku bændur
hitabeltislandanna alment að rækta gúmmítré, án þess að
þeir þyrftu að minka framleiðslu sína á annan hátt fyrir það-
Þetta olli óhemju aukningu togleðursframleiðslunnar í heim-
inum, þrátt fyrir hina stöðugt vaxandi notkun togleðursins.
Er verð togleðursins nú aðeins !/s móts við það sem var
fyrir stríð. Slíkt verðhrun hefur lítil eða engin áhrif á toS'
leðursframleiðslu smábændanna í hitabeltislöndunum, því
hún er aðeins aukaatvinna eða nokkurskonar hjáverk. A hinn
bóginn er framleiðsla stóru planfekranna, sem ekkert fram-
leiða annað en togleður, þar með dauðadæmd. Hún borsar
sig ekki lengur, þótt framleiðsluhættirnir séu eins fullkomm1,
og á verður kosið. Náttúrlega reyna stórveldin, t. d. Frakkar,
að vernda togleðursframleiðslu sína. Annars væri féð, sem
lagt hefur verið í þessa atvinnugrein, þegar tapað, og fjöld'
fólks kæmist á vonarvöl. Eina ráðið — fyrir utan styrkveit'
ingar og aðrar ívilnanir — er að girða innanlandsmarkaðinn
með tollmúrum. Þessi dauðadæmda framleiðsla getur því enn,
í skjóli þeirra, fært út kvíarnar. Enn er lagt fé til hennar,
sem væri þó betra að verja á annan hátt. Því er hvort sem
er sama sem kastað í sjóinn eða þó verra en það. Þar sem
gera má ráð fyrir því að framleiðslan aukist hér, koma toll'
múrarnir henni aðeins að gagni þangað til innanlandsmarkað-