Eimreiðin - 01.07.1932, Qupperneq 56
288 SJÓNLEIKIR OQ ÞJÓÐLEIKHÚS ElMREIÐlN
arnir mynduðu líka leikfélög, og loksins tóku sumir háskól-
anna upp málið, kendu leiklist, leikritagerð og alt, sem Þar
að lýtur, að teikna og mála leiktjöld, að smíða ramma undir
þau og setja þau upp á leiksviðið, og meðferð á ljósum a
leiksviði, og að síðustu senda háskólarnir nemendurna, sem
lengst eru komnir, til að aðstoða Ieikfélögin í starfi þeirra,
þegar þau óska þess. Þessir háskólar koma sér allir upp le'k'
húsum fyrir tilraunir sínar, þegar þeir geta. Að síðustu má Sela
þess, að Carnegiestofnunin hefur sett upp sérstaka kenslu-
stofnun, sem kennir leikni í öllu sem leiksviðið snertir. Svo
hafa æskulýður og mentastofnanir svarað því, þegar kvik-
myndirnar ætluðu að byggja út talaða sjónleiknum í minui
bæjunum í Vesturheimi.
Kvikmyndir. Kvikmyndirnar komu hingað fyrir rúmum
30 árum, og voru nokkurn tíma að ná fótfestu. Nú eru þ®r
orðnar fastur liður í skemtanalífi bæjarins, og reyndar eins
í öllum bæjum með 1500 manns eða fleiri íbúum. Hér er
oft talað um vélamenningu, en eins vel mætti tala um bíó*
menningu. Hér sáust oft áður myndir úr veraldarsögunm-
gerðar með meiri tilkostnaði en nokkurt leikhús getur lev|l
sér. Hollywood getur, þegar vel er, fengið allan heiminn fVrir
áhorfanda, en leikhúsið er bundið við bæinn, þar sem Þa^
stendur. En það lítur svo út sem þessar dýru myndir hab
ekki borgað sig, því um sinn hafa þær ekki sézt hér á lan^1-
Fínustu myndirnar, sem hér sáust áður, voru sænskar eða
norskar, oft eftir sögum Selmu Lagerlöf eða Björnsons. f*3
veifaði andi skáldskaparins yfir mann velþóknun og vellíðan
meðan horft var á þær. Ég hef séð skilmingar á bíó, seITl
hvergi munu sýndar nema ef vera kynni í skilmingaskólufl1
Parísar, og þá helzt fyrir 1914. Þótt mikið sé látið af fe9ur^
ýmsra filmkvenna í auglýsingum, þá hef ég aldrei séð a
kvikmynd — með einni undantekning má vera — svo fr^a
konu, að ekki sé hægt að rekast á jafnfrítt andlit á Austuf
stræti í Reykjavík.
Hollywood keypti aðalleikarana, eyðilagði alveg skáldskaP'
inn í efninu, og eftir nokkur ár kom Lars Hanson aftur t‘
Evrópu til að leika þar á leikhúsi. »]ú — þeir koma aftur<’
sagði David Belasco.