Eimreiðin - 01.07.1932, Page 66
298
FRÁ RIO DE JANEIRO
eimreiðiN
Torgið á hafnarbakkanum.
að völdum frá 1902—1906, var sjaldgæfur áhugamaður oS
afburðapersóna, sem Brasilíuþjóðin mun ávalt minnast með
þakklæti. Þegar hann hafði íhugað og ákveðið að ryðja burtu
og jafna við jörðu þau hverfi, þar sem óþrifnaðurinn var
mestur, og mynda þar nýjar og breiðar götur, beitti hann
einkennilegri aðferð til þess að hrinda málinu í framkvaenid-
Hann tók uppdrátt af bænum, dró stryk yfir hann þveran °8
markaði þar með aðalgötu fyrir borgina. Þeir menn, sem áttu
hús og lóðir, er stóðu í vegi fyrir þessum frarnkvæmduW-
voru kallaðir til viðtals, og þeir spurðir, hvers virði eign'n
væri. Ef þeir stungu upp á sanngjörnu verði, var þeim gre'**
25°/o aukreitis. Með þessu hlaut þetta mál almenningshylli-
Til þess að fullnægt yrði blýantsstriki ríkisforsetans, voru 590
hús rifin til grunna og lögð gatan fagra, Avenida Rio Branco,
sem er 33ja metra breið og 1800 metra löng, með vegle8
skrauthýsi til beggja handa.
Á sama hátt var breytt öðrum hlutum borgarinnar, og ekk-
ert sparað til þess að ná tilganginum. í hinum undurfagr3
skemtigöngustað Beira Mar, sem liggur meðfram Rioflóa*
voru gróðursettir kókospálmar, furu- og veifipálmar. Ennfremur
er nú í borginni fjöldi annara skemti- og trjágarða. Svo er
þar og veglegt leikhús, er þykir að öllu leyti prýðilegt. Sam-