Eimreiðin - 01.07.1932, Síða 80
EIMREIÐ'N
Hatur og öfund.
Eftir Guðmund Finnbogason.
Hatur og öfund eru svo sterk öfl í lífi margra manna °S
þjóða, að það ætti að vera ómaksins vert að gera sér ljóst.
af hvaða rótum þau renna, hvernig þau starfa og hvaða ai-
leiðingar þau geta haft. Eg skal fyrst víkja að hatrinu.
Frummerkingin í orðinu að hata er að ofsækja, skaðai
eyðileggja. Hún sýnir, að hverju hatrið stefnir, aðalhneigð ÞeS®
hugarþels, sem vér köllum hatur. Fyrra Jóhannesarbréfið segir>
»Hver sem hatar bróður sinn, er manndrápari* (3,
Og Shakespeare Iætur Shylock segja: »Hates any man the
thing he would not kill?« (Hatar nokkur maður það, se^
hann mundi ekki vilja drepa?). Hvorttveggja vottar, að hatrj
stefnir að eyðileggingu þess, sem hatað er. í því á batri
sammerkt sumum tegundum reiðinnar. En reiðin er sú 5e^s'
hræring, sem bardagahvötinni fylgir. Bardagahvötin er ein a
eðlishvötum manna og dýra. Hún vaknar, þegar aðrar eðlis’
hvatir mæta einhverri hindrun eða mótspyrnu, og beinist a
því að ryðja hindruninni úr vegi. Hatur er þó ekki sama sern
reiði. Reiðin er geðshræring, sem kemur og fer. Hún getur
funað upp hvað eftir annað, en hún er skammvinn. Og ntaður
getur reiðst öðrum, jafnvel bezta vini sínum, án þess að hata
hann. Hatrið er langvint ástand. Það er hugarþel eða hugu-
En hugð köllum vér hneigð eða kerfi af hneigðum til ser'
stakra geðshræringa í sambandi við tiltekinn hlut, mann eða
málefni. Sá, sem hatar annan, finnur löngum reiðina blossa
upp í huga sér, er hann hugsar um hann. Þessi hneigð
reiði er því þáttur í hatri hans, »og enginn hatar svo annafli
að hann hafi honum ekki fyrst reiður orðið«, segir meistarl
Jón. En þar er meira. Menn hata ekki þann, sem þeir haW
engan ótta af og þykjast hafa í fullu tré við. Annar aða
þáttur hatursins er því hneigð til ótta. Þessar tvær hvatir
geta verið missterkar í hatrinu, eftir atvikum. Aðalhvöt óttans
er flóttahvötin, en aðalhvöt reiðinnar er bardagahvötin. Þ®r