Eimreiðin - 01.07.1932, Síða 82
314 HATUR OQ ÖFUND eimreiðiN
eiga það sjálfur og á ekki víst að geta veitt sér það. Öf-
undin beinist auðvitað oftast að keppinautum, sem veitir betur.
Þar sem hún sprettur af samanburði, þá eru tilefni hennar
óþrjótandi. Jafnskjótt og öfundsjúkur maður hefur jafnast við
keppinaut sinn í einu, rekur hann sig á, að annar er hinum
fremri, og þá vaknar öfundin á ný. Og þó að slíkum manni
tækist að verða fremstur í einni grein, þá eru óteljandi hlutir,
sem hann er öðrum síðri í, og því nóg öfundarefni. Þeir, sem
af hégómagirnd vilja skara fram úr í mörgu, en eru raunar
ekki neitt í neinu nema metnaðinum, eru því að jafnaði
öfundsjúkir.
Þar sem öfundin á rót sína í meðvitundinni um það, að
annar sé manni meiri í einhverju efni, þá er auðsætt, að hún
getur sefast annað hvort með því að vaxa sjálfur, hefja sig 1
hæð við keppinautinn, eða með því að minka hann, þangað
til hann er jafn lágur manni sjálfum eða lægri, eða þá að
reyna hvorttveggja. Það er ráðið, sem Jón Trausti hefur út-
listað svo snildarlega í sögunni »Bessi gamli«: »Upp með
dalina, niður með fjöllin!* Síðara ráðið, að reyna að laekka
aðra í áliti sjálfs sín og annara, er auðvitað miklu auðveldara
en hitt, enda er það mest notað.
Eysteinn Ásgrímsson telur öfundina eitur:
„blár ok Ijótr I öfundar eitri
jafnan hefi ek löngum kafnat“
segir hann (»Lilja«, 77), og ekki ætti að þurfa mörg orð um
það, að hún er hinn versti hamingjuspillir hverjum þeim, er
elur hana í brjósti:
„Menn sá ek þá,
er mjök ala
öfund um annars hagi.
Blóðgar rúnar
váru á brjósti þeim
merkðar meinliga"
segir í »Sólarljóðum«. Hver maður ætti því sjálfs sín vegna
að verjast öfund eftir mætti. Bezta ráðið til þess mundi vera
það að gera sér ljóst, að hún kemur af heimskulegri hugar-
stefnu. í stað þess að líta á það, hvaða kostum það, sem
hann sjálfur hefur, er gætt, og reyna að hafa af því alt það