Eimreiðin - 01.07.1932, Page 83
Eimreiðin HATUR OQ ÖFUND 315
gagn og gleði, sem unt er, fer hinn öfundsjúki alt af að bera
það saman við annað meira eða betra og gera það þar með
ttúnna í augum sínum en það áður var. Lítill maður hækkar
ekki agnar ögn eða lækkar við það að bera sig saman við
stóran, krypplingurinn verður engu íturvaxnari af því að bera
sig saman við vel vaxna menn, og þeir eiga enga sök á því,
hvernig hann er vaxinn. í þeim efnum, sem menn geta sjálfir
bætt, getur samanburðurinn verið góður, ef hann vekur
hvöt til framfara, en öfundin sjálf getur aldrei verið góð, því
hún er hinum öfundsjúka kvöl og dregur að honum óvild
annara. Hún spillir þeirri nautn, sem menn geta haft af því,
sem þeim veitist. Þyrstum manni er kaldur vatnsdrykkur ljúf-
^ngur. Hví skyldi hann draga úr svöluninni með því að hugsa
u*n þá, sem drekka ljúffengari drykk, t. d. kampavín, og öf-
unda þá? Ofundsjúkum mönnum verður svo dimt fyrir aug-
uni, er þeir líta á sig og sitt, af því að þeir fá ofbirtu í augun
af að stara á þá, sem í einhverju eru betur settir.
Þar sem hneigð til reiði er sameiginleg öfund og hatri, og
hinsvegar mjótt mundangshófið milli óttans í hatrinu og auð-
niýkingar-kendarinnar í öfundinni, getur öfund auðveldlega
snúist í hatur, og oft erfitt að greina milli þessara tveggja
hugða.
Hvar sem litið er, þá er alstaðar munur á mönnum, gáfum
teirra, mannkostum, mentun, stöðu, áliti og efnahag. Alstaðar
er því tilefni til öfundar fyrir þá, sem til hennar hneigjast.
^re9gáfaður maður öfundar gáfaðan, ólærður lærðan, undir-
uiaður yfirmann, fátækur ríkan, illa klæddur vel klæddan,
hóndinn borgarbúann o. s. frv. Þeir, sem öfunda af sömu
astæðum, skipast auðveldlega í flokk gegn þeim, sem þeir
ófunda. Það hafa óhlutvandir þjóðmálaskúmar á öllum öldum
reynt að nota sér og oft með miklum árangri. Margt af því,
Sem barist er fyrir í nafni réttlætis og siðgæðis, á sterkustu
stoð sína í öfund forvígismannanna og fylgjenda þeirra. Þeim
dVlst oft sjálfum, að undirrótin er ekki göfugri en þetta, af
því að málefnið, sem barist er fyrir, getur sjálft verið gott
°9 baráttan því réttmæt, en öfundin kemur þá fram í því, að
þmr eru sjálfum sér sundurþykkir í baráttunni. Ef t. d. maður,
Sem berst fyrir alþýðumentun, hefur jafnframt horn í síðu