Eimreiðin - 01.07.1932, Side 85
EIMreiðin HATUR OQ ÖFUND 317
tví meir sem áhrifum annara er bægt á braut. Öfund og
hatur má því nota eins og hlýðinn hund til að hnappsitja flokk.
Lítum nú á, hver áhrif slíkt hefur á þjóðlífið. Tökum t. d.
öfund á lærðum mönnum. Hvers konar foringjar mundu helzt
ala á þeirri öfund? Auðvitað þeir, sem sjálfir bera hana í
brjósti. Það mundu vera þeir, er langað hefur til að verða
sjálfir æðri mentunar aðnjótandi, en ekki tekist það einhverra
hluta vegna. Og nú finst þeim lærðu mennirnir skyggja á sig.
finna, að þeir vita og geta ýmislegt, sem sjálfum þeim
er varnað, að >ment er máttur* og að henni fylgir að jafn-
aði álit og ef til vill völd. Þessi auðmýking heimtar sára-
bætur. Til þess að fá þær eru völd í þjóðfélaginu helzti veg-
Urmn, því að völdunum fylgir að jafnaði álit, og sá, sem
völdin hefur, getur látið sér lærðari menn vinna það, sem
hann er ekki fær um sjálfur, og haft svo heiðurinn af fram-
hvæmdinni. En hvernig á að hefjast svo hátt? Með því að
9era sem minst úr kostum lærðu mannanna og halda því
Iram, að hin >svo nefnda* æðri mentun sé ekki nauðsynleg
hl þess að fara með völd eða sitja í ýmsum ábyrgðarmiklum
stöðum þjóðfélagsins, til þess þurfi alt aðra hæfileika en til
hessarar >æðri mentunar*. Um þetta verða þeir fljótt sam-
ftiála, er sjálfa vantar þá æðri mentun og vilja þó teljast jafn-
Sóðir hinum. En auðvitað er fylgi þeirra bundið því skilyrði,
foringinn fylgi kenningu sinni í framkvæmd, þ. e. láti
ólærða menn í allar þær stöður, er þeir geta haldið með því
a® láta sér lærðari aðstoðarmenn vinna verkin. Alt er þetta
rökrétt afleiðing af því að fylgja öfundinni í framkvæmd.
En hvernig færi í því þjóðfélagi, er léti slíkt viðgangast?
Þeir, sem fengið hefðu beztan undirbúning til að vinna
vandasömustu störf þjóðfélagsins, yrðu gerðir að einskonar
hfælum hinna, sem minni gáfur og þroska hefðu fengið. Þeir
^ngju ekki að ráða því, hvaða stefnu og meginreglum fylgja
shyldi í þeim málum, sem væru á dagskrá hverja stundina,
heldur aðeins að framkvæma hugmyndir og vilja sér óvitrari
°9 ómentaðri manna. En vandasamasta verkefni hvers þjóð-
félags er einmitt að ákveða stefnur og meginreglur, svo að
slarf þjóðarinnar verði samræm heild, þar sem hvað styður
annað. Til þess þarf, ef vel á að vera, æðsta andlegan þroska,