Eimreiðin - 01.07.1932, Page 86
318
HATUR OQ ÖFUND
EIMREIÐIN
sem völ er á. Að fela það fáfróðum mönnum er því bana-
tilræði við heilbrigt þjóðlíf. Aðstoð vitrari og betur mentra
manna bjargar ekki því verki, sem sjálft hvílir á rangri hugs-
un. Bók, sem væri full af staðleysum og röngum ályktunum,
yrði aldrei góð, þó að snillingur væri fenginn til að Sera
málið á henni óaðfinnanlegt, ef hann yrði að láta allar stað-
Ieysurnar og hugsunarvillurnar standa óbreyttar, af því að
höfundurinn vildi svo vera láta. Fyrirtæki, sem með engu
móti getur svarað kostnaði, verður ekki betra fyrir það, Þ°
að lög þess séu rétt prentuð og gefin út á skrautpappír.
Með því að setja hið óæðra yfir hið æðra, fáfræðingin"
yfir fjölfræðinginn, væri snúið við eða ranghverft réttu mati
á hverjum hlut. Hvötin væri tekin frá mönnunum til að afla
sér æðsta þroska, er þeir gætu náð, þegar þeim væri eftir a
meinað að njóta hans. Og að þjóna sér óvitrari og fáfróðan
mönnum er auðvitað því meiri kvöl, sem þjónninn er betur
að sér gjör og hefur dýpri skilning á því, að hann er látinn
vinna verk, sem verður til skaða og skammar, en fær ekki
að gert. Hinsvegar myndu þeir, sem völdin ættu öfundinni
að þakka, gæta þess að halda niðri allri aðdáun á sér*
þekkingu og sérkunnáttu í hverju sem væri og því gera sitt
til að skyggja á þá, sem sköruðu fram úr í þeim efnum:
Eggjaði skýin öfund svört,
upp rann morgunstjarna:
Byrgið hana, hún er of björt
helvítið að tarna!
Þeir, sem ekki vildu beygja sig fyrir þessari stefnu, Vr^u
hins vegar vargar í véum og öll þeirra verk nídd og úthrópuö-
»Niður með fjöllin! Upp með dalina!
I ríki öfundarinnar gengur öll virðing niður á við.
í þessu dæmi snerist öfundin að andlegum yfirburðuui*
Lítum svo á afleiðingar hennar, þegar hún sprettur af u115'
mun á efnahag eða aðstöðu manna til að afla fjár, svo seiu
þegar vakin er öfund bænda til borgarbúa eða verkamanna
til iðjuhölda. í báðum tilfellum er um stéttir að ræða, sein
ekki geta verið án viðskifta hvor við aðra. Bændur verða
hafa viðskifti við borgarbúa og borgarbúar við bændur.
Verkamenn verða að vera í samvinnu við iðjuhölda, meðan