Eimreiðin - 01.07.1932, Qupperneq 87
EIMREID1N HATUR OG ÖFUND 319
beir gerast ekki iðjuhöldar sjálfir, og iðjuhöldar geta ekki
rekið atvinnu sína án verkamanna. Eðlilegast væri því að
hvor stéttin veitti annari slíkt sem hönd hendi eða fótur fæti.
^e2ar hagsmuni þeirra greinir á eða óréttur á sér stað á
aðra hvora hlið, ættu því báðir aðilar að líta á alla mála-
yöxtu og jafna málin með rólegri íhugun, svo að báðum sé
tagur að, þegar á alt er litið. Slíkt er að vísu oft hið mesta
Vandamál, en verður óleysanlegt svo að vel fari, ef alið er á
°fundinni og hún breytist í hatur, sem oft vill verða, »því að
heiftin er aldrei einsömul; öfund, drambsemi, rógur, lygi, bak-
mælgi, agg, þræta, tvídrægni, og margt annað illþýði fylgir
henni gjarna«, segir meistari ]ón. Þegar slík öfl eru leyst úr
i®ðingi, er langt til sanngjarnrar úrlausnar. En þeir, sem ekki
kjósa réttlæti handa andstæðingum sínum jafnt og sjálfum sér,
eiaa ekki fremur skilið að verða ofan á en hinir. Heimurinn
Verður engu betri eftir en áður þó að því sé snúið upp, er
a<5ur sneri niður, ef sami leikurinn á að endurtakast endalaust.
Augljósust er öfughyggja stéttarígs og óvildar í þeim þjóð-
^lögum, þar sem stöðugur straumur er úr einni stétt í aðra,
®°nur alþýðumanns getur orðið lærður maður, verkamaður
■öjuhöldur, sveitamaður borgarbúi, svo að mennirnir sjálfir eða
bom þeirra uppskera ef til vill þá óvild, sem þeir hafa til sáð.
Alt, sem hér hefur verið sagt, virðist raunar svo augljóst,
aö maður hikar við að segja það. En meðan til eru svo ein-
|aldir menn, að þeir gerast ginningarfífl þeirra, sem ala á
ófund og hatri, er þó ef til vill ástæða til að minna á það.