Eimreiðin - 01.07.1932, Síða 92
324 HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO eimreidIN
inn í orðum, og stundum var honum líka laus höndin. Það
leið ekkert kvöld án þess að rifist væri. Hann var hataður,
við óttuðumst hann eins og harðstjóra. Allir töluðu illa um
hann, bölvuðu honum í hljóði, vildu gera samsæri á móti
honum. En hann var varla kominn inn úr dyrunum fyr en
jafnvel hinir æstustu þögnuðu. Þeir, sem kjarkminstir voru,
brostu við honum, skriðu fyrir honum. Hvað hafði hann við
sig, þessi maður?
Ég fyrir mitt leyti veit það ekki. Ég sat rétt andspænis
honum við borðið. Ósjálfrátt horfði ég sífelt á hann. Einhver
undarleg tilfinning, sem mér er ómögulegt að lýsa, gerði vart
við sig hjá mér. Ég dróst að honum og mig hrylti við hon-
um í senn. Þessi tilfinning var eitthvað, sem ekki er hægí
að skýra frá. Valdið, sem þessi sterklegi, blóðríki þorpan
hafði yfir mér, líktist dáleiðslu, sem hafði mjög ill áhrif á mið-
Ég var mjög veiklyndur og viljalaus um það skeið og í hrein-
skilni sagt hálfgerð raggeit.
Kvöld eitt, þegar við vorum að Ijúka við að borða, hófst
deila á milli Wanzers og Inglettis nokkurs, sem sat við
hliðina á mér við borðið. Wanzer varð hávær og reiður að
venju. Ingletti lét sig ekki fyrir honum, án efa af því, að
vínið var farið að svífa á hann. Ég sat næstum grafkyr oð
starði niður á diskinn, því að ég þorði ekki að líta upp. ÉS
fann hvernig maginn kipraðist saman í mér. Skyndilega þre^
Wanzer glas og ætlaði að kasta því í mótstöðumann sinn-
Hann misti marks, því glasið lenti á enni mér, þarna sem
örið er.
Það leið yfir mig, þegar ég fann heitt blóðið streyma niður
andlit mitt. Þegar ég rankaði við mér, var búið að binda um
höfuðið. Wanzer stóð við hlið mér, áhyggjufullur á svipinm
Hann afsakaði sig við mig með nokkrum orðum. Hann fór
með mér og lækninum heim til mín. Hann var við, þe9ar
búið var um sárið í annað sinn. Hann vildi vera hjá mér
langt fram á nóttu. Hann kom næsta morgun. Hann kom
oft aftur. Og þannig hófst þrældómur minn.
Ég var gagnvart honum eins og hræddur hundur. Þegar
hann kom inn úr dyrunum, setti hann upp húsbónda svip-
Hann opnaði skúffurnar mínar, greiddi sér með karnbinum