Eimreiðin - 01.07.1932, Qupperneq 93
E'MRE1ÐIN HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO 325
m>num, þvoði sér um hendurnar í fatinu mínu, reykti pípuna
m'na, las bréfin mín og fór í burtu með þá hluti, sem hon-
Utn leizt á. Með hverjum degi varð harðstjórn hans óbæri-
^e9ri, og með hverjum degi varð ég auðvirðilegri og þræls-
^e9ri. Ég hafði ekki lengur snefil af vilja. Ég beygði mig
eins möglunarlaust undir okið. í einni svipan, og eins auð-
Veldlega og hann hefði slitið hár úr höfði mér, lét hann mig
Sleyma því, hvað það er að bera virðingu fyrir sjálfum sér.
Samt sem áður var ég ekki orðinn heimskur. Nei. Mér
v3f mjög Ijóst alt, sem ég gerði. Ég var mér mjög vel með-
v>tandi um veiklyndi mitt, niðurlægingu og sérstaklega um
að mér væri ómögulegt að losna undan valdi þessa
manns.
_ Til að mynda gæti ég ekki skýrt yður frá þeirri djúpu og
óljósu tilfinningu, sem örið vakti hjá mér. Ég gæti ekki lýst
lyrir yður þeim ákafa óróa, sem greip mig dag einn, þegar
°ðullinn tók með báðum höndum utan um höfuð mér, til
^ess að athuga örið, sem var enn þá bólgið. Hann strauk
lingrinum margsinnis yfir það og sagði:
»Það er alveg gróið saman. Eftir mánuð sjást ekki merki
t>ess. Þú mátt þakka guði fyrir«.
Mér sjálfum fanst þvert á móti, að frá þessu augnabliki
oaeri ég þrælsmerki, en ekki ör á enninu, mark svívirðingar-
>nnar, sem sæist greinilega og myndi ekki hverfa þaðan
meðan ég lifði.
Eg elti hann hvert sem hann vildi. Ég beið heilu tímana
etl>r honum á götunni fyrir framan einhverjar húsdyrnar. Ég
á næturnar til þess að hreinskrifa skjölin, sem hann
°ni með frá skrifstofunni. Ég bar fyrir hann bréf um þvera
°9 endilanga Róm. Ótal sinnum klifraði ég upp stigana hjá
Veðsetjaranum. Ég hljóp lafmóður frá einum okraranum til
annars, til þess að útvega peningana, sem hann bjóst við að
mYndu bjarga sér við. Ótal sinnum hef ég staðið bak við stól
ans í einhverri óþverra-knæpunni. Ég hef staðið þar alt til
^orguns dauðþreyttur og fullur viðbjóðs. Hið eina, sem hélt
Uler vakandi, var bölv hans og sterkur tóbaksreykurinn, sem
m>9 sveið í hálsinn af. Hóstinn í mér gerði hann uppstökkan.
ann kendi mér um það, ef honum gekk illa. Og þegar við