Eimreiðin - 01.07.1932, Page 95
E'MREIÐIN
HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO
327
íislétt. Það mætti líkja því við æð, fulla af lofti. Ég hef frá
en9u að segja yður frekar. Amen! Amen!
Þetta er gott. Það er liðið hjá. En hvað þér eruð góður.
Þér hafið meðaumkun með mér. Enginn hefur haft með-
aumkun með mér — aldrei neinn.
Mér líður betur. Ég get haldið áfram. Ég ætla að tala við
Vður um hana, um Ginevru.
Eftir að þetta hafði komið fyrir með glasið, hættu nokkrir
iélagar okkar að borða í matsöluhúsinu. Aðrir lýstu því yfir,
að þeir yrðu kyrrir með því eina móti, að Giulio Wanzer
Yrði rekinn í burtu. Afleiðingin varð sú, að húsmóðirin vís-
aði honum í burtu. Hann fór eftir að hafa helt úr reiðiskál-
Unum yfir alla, samkvæmt venju sinni. Þegar ég fór að verða
rólfær, vildi hann að ég kæmi með sér, hann krafðist þess,
ég elti sig.
Við flæktumst lengi um, án þess að ákveða okkur, úr einu
^atsöluhúsinu í annað. Ekkert var eins dapurlegt fyrir mig
°9 matmálstímarnir, sem eru stundir hvíldar — og stundum
ðleymsku — fyrir þá, sem þreyttir eru.
Ég snerti varla á matnum og varð að neyða mig til þess,
viðbjóður minn óx sífelt á hávaðanum í kjálkunum á fé-
^ögum mínum við borðið. Það voru tröllslegir kjálkar, eins og
a stórum hundum. Þeir hefðu getað mulið stál í sundur. Og
suiámsaman vaknaði hjá mér þorshnn, þessi þorsti, sem varir
alt til dauðadags, hafi hann eitt sinn verið vakinn.
En kvöld eitt lét Wanzer mig í næði. Næsta dag skýrði
hstin mér frá því, að hann hefði rekist á góðan stað, og
hann vildi þegar fara með mig þangað.
*Ég hef fundið hann. Þú skalt sjá til. Þér mun geðjast
aö honum«.
Það reyndist rétt. Þetta matsöluhús var ef til vill betra en
^’ð gamla. Skilmálarnir voru við mitt hæfi. Þar voru nokkrir
samverkamenn mínir frá skrifstofunni. Ég kannaðist við marga
at 9estunum. Ég varð því kyr þar. Þér vitið það líka vel, að
^ór var ómögulegt annað en að vera kyr.
Þegar súpan var borin á borð fyrsta kvöldið, spurðu tveir
e^a þrír gestanna með mikilli ákefð:
>Ginevra? Hvar er Ginevra?*