Eimreiðin - 01.07.1932, Side 102
334
HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO
EIMREIÐIN
— Þetta var um bjarta nótt í marzmánuði, og það var
næstum hlýtt í veðri. Ég leitaði út í víðáttuna. Ég vildi
svolgra í mig mikið af lofti í einni svipan, horfa á stjörn-
urnar, hlusta á vatnaniðinn, verða skáldlegur, dreyma um
framtíðina. Ég staglaðist sífelt á orðunum: »Frjáls! Frjáls-
Ég er frjáls maður!« Það var eins og ég væri hálf-
fullur. Ég gat ekki hugsað né athugað aðstöðu mína-
Ég var kenjóttur eins og krakki. Ég hefði viljað vinna
þúsund störf í einu, til þess að sýna, að ég værl
frjáls. Þegar ég gekk fram hjá kaffihúsi einu, þá barst
til mín hljóðfærasláttur, sem gerði mig mjög hrærðan.
Ég gekk hnakkakertur inn. Ég hélt að ég liti mjöS
garpslega út. Ég bað um koniakssnaps og lét skilja
flöskuna eftir á borðinu. Ég drakk úr henni tvo eða Þrla
litla snapsa.
Það var kæfandi hiti inni í þessu kaffihúsi. Þegar ég
upp hendinni, til þess að taka ofan hattinn, mundi ég Ht,r
örinu og eftir þessum illgirnislegu orðum: »Þú hefur verið
merktur á enninu af þjófi*. Ég hélt að allir horfðu á ennið
á mér og tækju eftir örinu. Ég hugsaði með mér: »Hvað
skyldu þeir halda? Ef til vill halda þeir, að það sé sár, sem
ég hef fengið í einvígi?« Og ég, sem aldrei hefði haft huð
til þess að berjast, ég var sæll við þessa hugsun. — ^
einhver hefði sezt við hlið mér og farið að tala við mið>
þá hefði ég vissulega haft einhver ráð með að segja honum
frá einvíginu. En enginn kom að borðinu mínu. NokkrU
seinna kom maður, sem settist á stólinn andspænis mér við
borðið. Hann leit ekki á mig, hann spurði mig ekki um leV^1
hvort hann mætti setjast, hann gáði ekki að því, hvort eð
hefði fæturna á stólnum. Hann var ókurteis, var hann
það ekki?
Ég fór út og fór aftur að ganga út í bláinn eftir götun-
um. Alt í einu hvarf hrifningin, og ég varð ákaflega óham
ingjusamur, án þess að mér væri vel ljóst af hverju. Sma
og smátt vaknaði hjá mér einhver óljós kvíði . . . eftir þessa
hrifningu, kvíði, sem óx og heltók mig og vakti hjá mér þessa
hugsun: Ef hann skildi felast ennþá í Róm? Ef hann genð1
dulklæddur eftir götunum? Ef hann skyldi bíða eftir mér vi