Eimreiðin - 01.07.1932, Side 104
336 HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO eimREIÐIN
mér finst, guð fyrirgefi már, að ég líkist ]esú að einhverju
leyti. Eg hef verið auðvirðilegastur og beztur allra manna.
Lofið mér að gráta ofurlítið. Sjáið þér hvernig tárin mín
streyma? Margra ára píslarganga hefur kent mér að gráta
þannig, án ekka, án stunu, til þess að ekki heyrðist til mín,
til þess að hryggja ekki þá veru, sem elskaði mig, til þesS
að gera ekki leiða veruna, sem kvaldi mig. Það eru fáir
menn á jörðunni, sem kunna að gráta eins og ég. ]asia’
herra, það er þó að minsta kosti eitt, sem ég bið yður um
að minnast og leggja mér út á betri veg. Þegar ég er dáinu,
þá getið þér sagt, að vesalings Qiovanni Episcopo hafi a^
minsta kosti kunnað að gráta alla sína æfi, án þess að heyrð'
ist til hans.
Hvernig stóð á því að ég sat í sporvagni á leiðinni til
Tivoli, sunnudag einn, Pálmasunnudag? í rauninni minnist ég
þess ekki nema mjög óljóst. Var það í brjálæðiskasti? Gekk
ég þá í svefni? Sannarlega veit ég það ekki.
Ég gekk í áttina til hins óþekta, ég lét hið óþekta seiða
mig. Ennþá einusinni hafði ég mist sjónar á veruleikanum-
Mér virtist ég vera hjúpaður í einskonar undarlegu loftslaS**
einangraður frá hinum ytra heimi. Þessi tilfinning var ekki
eingöngu í augum mínum, heldur einnig húðinni. Ég ve*^
ekki hvernig ég á að gera mér grein fyrir því. Sveitin, til a^
mynda, þessi sveit, sem ég ferðaðist um, virtist mér vera ó*
endanlega langt burtu, og á milli mín og hennar fanst mér
vera óendanleg fjarlægð. . . .
Hvernig getið þér skilið svo undarlegt hugarfar? Alt þa^
sem ég lýsi fyrir yður, hlýtur yður eðlilega að virðast fjaI"
stæða, sem ómögulegt sé að fallast á, að það sé gagnstastt
öllu náttúrlegu. ]æja, hugsið um það, að alt fram á þennan
dag hef ég lifað lífinu næsta slitalaust í þessari óreiðu, a
þennan óeðlilega hátt. . . . Menn hafa sagt mér mörg nöfu
á veikindum mínum, en enginn hefur getað læknað þaU'
Alt líf mitt hef ég staðið við takmörk brjálæðisins, eins o3
maður, sem hallar sér fram yfir hyldýpisgjá og bíður hverja
mínútuna af annari eftir hinum mikla svima, myrkrinu mikla-
Hvað virðist yður? Misti ég vitið áður en ég lokaði auS'