Eimreiðin - 01.07.1932, Page 106
338
HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO
EIMREIÐIN
Hún bælti við hlæjandi: »Hérna er systir mín. Komið þér
með okkur í kirkju. Viljið þér það ekki? Þér leikið hlutverk
yðar sem unnusti. Segið já«.
Hún er kát og skrafhreyfin.
Hún er blátt áfram klædd, berst ekkert á, en er þó tígu-
leg, næstum fyrirmannleg. Hún spyr eftir félögunum:
»Og hvað er að frétta af þessum Wanzer?*
Af hendingu hafði hún lesið um alt í blaði einu.
»Þið eruð mestu mátar. Er það ekki?«
Ég svara engu. Það er stutt þögn, og hún virðist vera
hugsandi. Við göngum inn í kirkjuna, sem er öll skreytt
vígðum greinum. Ég stend fyrir aftan hana og horfi á háls-
inn á henni, og þegar ég sé þar lítinn brúnan blett, þá Ier
um mig sæluíitringur. Um leið snýr hún sér lítið eitt við og
gýtur augunum hýrlega til mín.
Liðnar minningar hverfa, áhyggjur framtíðarinnar sofna-
Ekkert er lengur til nema líðandi stund. Mér virðist ekki
lengur neitt vera til á jörðinni, nema þessi kona. Án hennaf
kysi ég að deyja.
Hún réttir mér, þegjandi, grein við útgöngudyrnar. Án þesS
að segja eitt orð lít ég á hana. Mér virðist hún skilja hvað
þetta augnatillit á að segja. Við göngum heim til systurinnar*
Okkur er boðið inn. Ginevra gengur út að svölunum °S
segir um leið við mig:
»Komið þér snöggvast*. —
Við erum komin út á svalirnar og stöndum þar hvort við
annars hlið. Sólin skín glatt á okkur. Dunur í klukkunum
berast yfir höfuð okkar. Hún segir í hálfum hljóðum, eins o5
hún væri að tala við sjálfa sig:
»Hverjum hefði dottið það í hug?«
Hjarta mitt bærist af óendanlegri blíðu. Ég get ekki haldið
mér lengur í skefjum. Ég spyr hana með óþekkjanlegri röddu:
»Erum við þá trúlofuð?«
Hún þegir eitt augnablik. Því næst segir hún í hálfum
hljóðum um leið og hún lítur niður og roðnar lítið eitt:
»Þér viljið að við séum það? Jæja, já, sé það þá svo!‘
Það er kallað á okkur innan úr herberginu. Það er tengda-