Eimreiðin - 01.07.1932, Qupperneq 107
E>MREIÐIN
HLUTAFÉLAQIÐ EPISCOPO
339
^aðirinn, það eru hin skyldmennin, það eru Iitlu stelpurnar.
°2 það er nú heldur að ég líti alvarlega á hlutverk mitt
unnusti! Ég sit næstur Ginevru við borðið. Við tökumst
1 hendur eitt augnablik undir dúknum. Ég held að það ætli
að líða yfir mig af tómum unaði. Öðru hvoru lítur tengda-
faðirinn, systirin, ættfólkið á mig forvitnislega, hálf-skelft:
*En hvernig stendur á því, að enginn hefur vitað neitt?*
*En hvers vegna í ósköpunum hefur þú ekki talað neitt
Uln þetta, Ginevra?*
Við brosum vandræðalega, utan við okkur, mest undrandi
a^ öllum á þeim viðburði, sem gerist á jafn-auðveldan og
fiarstæðan hátt og draumur.
]á, það er fjarstæða, ótrúlegt, hlægilegt, einkum hlægilegt.
°2 samt sem áður hefur þetta skeð í þessum heimi, þetta
Samband á milli mín, Giovanni Episcopos, og nefndrar Gin-
evru Canale, eins og ég hef sagt yður, nákvæmlega eins og
e9 hef skýrt yður frá því. (Framh.).
Um haust við sjó.
Senn haustar að, — brátt fölnar fegurð valla,
og fer að þrjóta sumars gróðurmátt.
Mér heyrist alt af einhver vera að kalla
um auðn og visnun, skuggahelið grátt.
Já, íssins vetur yfir jörð mun falla,
og alt skal hljóðna, er fyr var djarft og kátt,
og engin lengur gleðihrópin gjalla,
hvert gunnreift heróp þagna í dauðans sátt.
A klettum brýtur. Kvöldi fer að halla,
og kulið blæs úr loftsins opnu gátt.
Nú leggur rökkurreyk um tinda alla
frá rauðum sólarkyndli í vesturáfi. —
A öðrum ströndum, handan hafs og fjalla,
í heiði sólin skín um loftið blátt.
Jakob Jóh. Smári.