Eimreiðin - 01.07.1932, Page 108
eimreidin
Fagnaðarerindi húmanismans og gildi þess.
Eftir Benjamín Kristjánsson.
[í síðasta hefti „Eimreiðarinnar" birtist grein eftir sama höfund, undif
fyrirsögninni: „Trúin á manninn". Eftirfarandi grein er framhald af hennij'
I.
í fyrri grein vorri var í nokkrum dráttum rakið hvað þa^
er, sem einkum vakir fyrir hinum trúarlega húmanisma nú-
tímans, og liggur þá nærri að spyrja hvaða erindi húman-
isminn muni eiga til nútíma kynslóðarinnar og hvaða nýtt
fagnaðarerindi hann hafi að flytja? — Ég vil fyrst snúa mér
að síðara atriðinu og get þá ekki komist hjá því að rekja
ofurlítið þróun frjálslyndrar trúmálastefnu á síðustu áratugum
og vega, eins og auðið verður í stuttu máli, kosti hennar
og galla.
í srein minni „Trúin á manninn“ hefur IítiIIega veriö
drepið á, hvernig straumur þeirrar hreyfingar, sem nefnd er
húmanismi, er runninn langt aftan úr forneskju og hefur eink'
um borist með únítarismanum til Ameríku. En straumurinn
er í raun og veru miklu breiðari. Skriðið til þessarar áttar •
kristninni hefst einkum með siðbót Lúthers, og þó að hana
dagaði næstum því uppi á 17. öldinni í kreddufestu hins sVO'
nefnda rétt-trúnaðar, þá var þó brotið það skarð í hið yf‘r'
náttúrlega vígi hinnar kaþólsku guðfræði, sem ekki hefur verið
fylt síðan. Á 19. öld vex þessi skriður um allan helming við
það, að farið var fyrir alvöru að beita vísindalegum aðferð'
um við rannsókn trúarrita og tekið að leggja stund á trúar-
lega sálarfræði. f fyrstu var mönnum það ef til vill ekki ljóst
hvað af þessu mundi hljótast. En brátt fóru hinir vitrustu
menn, að sjá hvílíkt djúp opnaðist milli vísindalegrar og trúar
legrar heimsskoðunar.
Afleiðingin af þessu varð í fyrstu sú, að prestar og Pre'
látar hinna íhaldssamari trúarflokka fóru að hamast á mót>
vísindamönnum eins og Darwin og Huxley og vara trúað