Eimreiðin - 01.07.1932, Page 110
342
FAGNAÐARERINDI HÚMANISMANS eimreiðiN
guðfræðingar, eins og Henry Churchill King og William
Adams Brown héldu fram líkri sfefnu og Ritschl, er mjÖS
vel var hægt að samrýma starfshyggju Williams ]ames.
Þannig á nýja guðfræðin, eða það sem venjulegast er í
enska heiminum nefnt „modernism“ í trúarbrögðum, margar
rætur og marga höfunda, svo að erfitt er að segja nákvæm-
lega hverju hún hefur haldið fram. En í stuttu yfirliti má þó
fullyrða, að hún hafi, með því að umsnúa ýmsum hinum eldri
hugmyndum, gersamlega hafnað mörgum kennisetningum rétt-
trúnaðarins. Hún hefur hafnað öllu ytra valdboði. Hún hefur
hafnað bókstaflegum innblæstri ritningarinnar. Hún hefur hafn-
að forsjónarkenningunni í hinu gamla formi. Hún hefur hafn-
að kraftaverkatrúnni, bænum í þeirri merkingu að betla um
eitthvað, gjörspillingarkenningunni, eilífri glötun, yfirnáttúr-
legri frelsun og friðþægingu. Samt sem áður hefur hún haldið
mörgum orðatiltækjum þessara kenninga, enda þótt hún hafi
skýrt þau á alt aðra lund og reynt að endurvekja trúarvitund-
ina með því að grafast eftir hinni upprunalegu andlegu reynslu.
sem hún telur að ýmsar þessar kenningar hafi í öndverðu
verið bygðar á.
Vér sjáum af þessu, að hin frjálslynda trúmálastefna hafði
þannig komist inn á mjög Iíkar brautir í mörgum meginat-
ritum eins og húmanisminn, enda er alt viðhorf hennar við
lífinu svipað, bygt fyrst og fremst á mannlegri reynslu, en
ekki á yfirnáttúrlegri opinberun. Hún hafði aðeins ekki kom-
ist svo langt í ályktunum sínum að hafna guðshugmyndinni
og ódauðleikanum, enda þótt því verði ekki neitað, að þessar
hugmyndir hafi stöðugt verið að verða þokukendari og óskýi"
ari í kenningum guðfræðinga, eftir því sem meiri stund hef-
ur verið lögð á það að! ganga ekki í berhögg við vísindin-
Og þar nálgast nýhyggjan óneitanlega húmanismann mjög mik"
ið, er hún þykist sjá hina æðstu opinberun guðs í manninum-
Allir hinir frjálslyndu guðfræðingar eru einhyggjumenn (mon-
istar). Þeir afneita gersamlega valdi djöfulsins, en trúa því, að
guð og maðurinn sé eitt og guð sé alt í öllu. Með því fellur
hinn gamli greinarmunur milli þess náttúrlega og yfirnáttúrleg3
burt af sjálfu sér og hefur enga þýðingu framar. Sjálf niður-
röðun náttúrunnar, hin skapandi þróun lífsins, stefnir öll að