Eimreiðin - 01.07.1932, Page 113
EIMREIÐ1N FAGNAÐARERINDI HÚMANISMANS 345
dauðir muni rísa upp og berjast með trúbræðrum sínum, og
að lokum finst sverðið, sem lagt var í síðu Krists. Sami trú-
arhitinn og knúð hafði krossfarana af stað í þessa heimsku-
le9u herferð blossar nú upp á ný, og sigurvissan fer eins
°3 eldur um hugi og hjörtu. Hugrekki og styrkur hins lang-
biáða Kös er eflt til hins ítrasta. Og á messu þeirra Péturs
°9 Páls postula er borgarhliðunum slegið opnum og liðs-
s3fnaðurinn gerir áhlaup í tólf hersveitum, til heiðurs hinum
<ólf postulum, en klerkar og kennilýður fer á undan, syngj-
andi hersálma, með sverðið heilaga upprétt. Þá sjást enn yfir-
uáttúrlegar sýnir, riddarar á hvítum klæðum með skínandi
alvæpni slást í hópinn, og nú er sigurinn vís. Drottinn er
^eð í orustunni og öllum óvinum hans er tvístrað!
Það kraftaverk, sem trúin gerði í þessu tilfelli hefur hún
9ert víðar, ekki aðeins í stríði, heldur og á óteljandi sviðum
hfsins, og er það merkilegt, hve húmanistarnir sýnast vera
hlindir fyrir þeirri staðreynd. Hvort sem álitið er, að það ás-
J^esin trúarinnar, sem gaf krossförunum í Antíokkíu sigur-
llln. hafi orsakast af raunverulegum fyrirbrigðum eða upp-
sPuna prestanna, þá gildir það einu að því leyti, að sú stað-
reYnd stendur óhögguð, að trúin óbifandi á guð og hans
slyrk og handleiðslu, knúði fram þær máttarlindir í þessu
erþjáða liði, sem gaf því þrek til að sigra og stökka á flótta
°Hýjandi her. Ágætir sálarfræðingar eins og William ]ames
hafa viðurkent þýðingu guðstrúarinnar og bent einmitt á
Sv‘Puð atriði. Hann hefur haldið því fram, að með mannin-
Uln dyljist ýmsar djúpar orkulindir, sem hann ausi ekki af
að jafnaði, nema þegar í ítrustu nauðir rekur, og þá sé það
^elzt af öllu trúin, sem sé þess megnug að vekja hinn
Þ'undandi mátt. Það er hans skoðun, að trúin á mátt og
me9in dugi ekki til að vekja þessa orku til hins ítrasta.
heldur nagi slík trú rætur hennar, af því að sá sem trúir að-
eins á manninn, hlýtur að hafa of mjög tilfinningu fyrir tak-
^örkun máttarins. Sá sem trúir á guð, geíur látið máttinn
fullkomnast í veikleika, eins og Páll postuli komst að orði,
af því að þar er trúað á óþrjótandi mátt. Frá slíkri trú
sPrettur friður sálarinnar, paradís innri fagnaðar, eins og
James kemst að orði, öryggi, þolinmæði og traust og annar