Eimreiðin - 01.07.1932, Síða 118
350
FAGNAÐARERINDI HÚMANISMANS eimREIÐIN
trúarbrögð út af fyrir sig. Og í ályktunum sínum og stað*
hæfingum um það, að maðurinn sé æðstur alls, hlíta húman-
istarnir ekki neinum vísindalegum aðferðum heldur. Trú þeirra
er þar andstæð bæði skynsemi og reynslu.
Hinsvegar verður það og að teljast vafamál, hvort hæS*
er að telja húmanismann til trúarbragða, og er það naumast
hægt samkvæmt hinum venjulega skilningi þess orðs, sem er
hollusta við eitthvað æðra manninum sjálfum. í þessu liSSur
hinn sálfræðilegi örðugleiki húmanismans. Það er vant að sjá,
að manninum geti nokkru sinni fundist svo mikið til um
manneðlið eins og hann þekkir það hjá sjálfum sér og
grönnum sínum, að íhugun þess og viðleitni til eflingar komi
honum í stað tilbeiðslu og lotningar fyrir hinni æðstu huS'
sjón. Það er svo hætt við, að trú mannsins á sjálfan siS
svigni eða brotni til fulls undan staðreyndum hversdagslífs>nS’
eins og strá fyrir vindi.
Á það hefur verið bent hér á undan, að allmörg trúar-
brögð hafi að vísu verið guðlaus og náð þó mikilli útbreiðsH-
Þó að svo hafi verið kenningarlega og í orði kveðnu,
mun þó raunin alt af hafa orðið sú, að alþýða manna hefur
beygt kné sín fyrir einhverjum guði. — Það má segja,
vafalaust með nokkrum rökum, að það sé lítilmagna-tilfinninSin
í oss, sem skapi þessa hneigð og að hinn þroskaði maður
þoli betur viðhorf óvissunnar og hins rannsakandi hugar en
aðrir. En það er þó ekki gefið, að þessi lítilmagna-tilfinninS
trúarinnar komi æfinlega til af skorti á andlegum þresl<a
eða hverfi með vaxandi þroska. Það getur eins vel hugsast a^
hún hverfi fyrir skort á skilningi eða skort á næmleika fyrir
voldugleik lífsins og tilverunnar. Menn eins og Jesús Kristur,
Páll postuli og Ágústínus báru vafalaust höfuð og herðar Viir
allan þorra samtímamanna sinna að vitsmunum, og þanniS
hefur verið um fjölda marga trúmenn aðra. En samt sem
áður var hjarta þeirra friðlausf, unz það hvíldist í hugsuninm
um guð.
Það er sannfæring mín, að engin trúarbrögð, sem hafna
guðshugmyndinni, geti orðið mönnunum svo sem nokkurs
virði, hversu álitleg rök sem hægt er að færa þeim til rett'
lætingar, að eins af þessari sálrænu orsök. Tilfinningarnaf