Eimreiðin - 01.07.1932, Page 126
358
ENDURMINNINGAR
EIMREIDIN
bóka og stundaði líka nám við æðri skóla við og við. Um
þessar mundir talaði hann mest um kenslumál og skáldskap
— einkum þó skáldskap. Og á þessu tímabili orti hann nuk'
af ljóðum. Birtust nokkur þeirra í tímaritinu »Svava«, sem
Gísli M. Thompson á Gimli í Nýja-íslandi gaf út, og í t'ma
ritinu »Freyja«, sem skáldkonan Margrét ]. Benediktsson 9
út í Selkirk í Manitoba. — Eitt hið fyrsta kvæði, sem ég laS
eftir hann, var »Áramót«, sem hann orti í janúarmánuði l°y
Fyrsta erindið er svona:
Eift ár — enn þá eitt — er hrapað í gleymskunnar gin,
er gráðugt dregur til sín hina huerfandi stund.
Vér störum og sjáum við dapurlegt draumljósa-skin
vora dagdrauma hverfa; og svo hverja dofnaða und,
gamlar þrár — veikar, glataðar vonir, sofna hinn síðasta blund.
Og hann endar kvæðið þannig:
Mitt mottó, hér er það: í lífsþreytu’ að leita að fró,
þó leitandi viti’ eg, að skugga’ hennar finni’ eg ei þar,
og ei hana sjálfa. Sem bylgjur á báróttum sjó, —
sem brotna við strendur og kraftlausar hníga í mar, —
svarlausar spurningar æpa’ eítir úrlausn: hvað, hvernig og hvar •
Árið eftir (1897) orti hann »Minni Canada*, sem flutt
á íslendingadegi (2. ágúst) í Winnipeg. Það endar á þessa lei
Fóstra kær! þig elskum allir vér,
og alla framtíð vora felum þér.
Hér finnumst vér, sem mæti bróðir bróður.
og blessum þig sem skyldurækna móður.
Kvæðið hans >ísland« var flutt á íslendingadeginum í
kirk í Manitoba, þann 17. júní 1897. í því eru þessi erin i-
Eitt sannleiks-fræ er betra gulli björtu,
og bitrust reynsla dýrust auðlegð vor;
vér Iærum oft af sorgarmyrkri svörtu
að setja traust á eigin krafta og þor.
Því sérhver þraut, sem þrekið yfirbugar, —
svo þyrnum-stráða gatan verði greið, —
hún friðar oss og frýr oss oftar hugar
að feta að settu marki réita leið.
Snækrýnda Frón! Þó djúpt und bergi bláu
blossandi Logi nagi þína róf,