Eimreiðin - 01.07.1932, Síða 130
362
ENDURMINNINGAR
EIMREIÐIN
og bókmentir þeirra. Það var á kennara-fundi, sem haldinn
var í Winnipeg haustið 1903, að Hjörtur, sem þá var orðinn
fyrsta-flokks kennari, flutti langt og snjalt erindi um íslenzkar
bókmentir og ágrip af sögu þjóðarinnar íslenzku. Las hann
upp nokkrar þýðingar á íslenzkum kvæðum, og voru fyrir vís*
fjórar af þeim þýðingum eftir hann sjálfan og frábærlega ve*
af hendi leystar. Eitt af þeim kvæðum var »Forsjónin« e^ir
Matthías Jochumsson, annað var »Við vatnið« eftir Stephan
G. Stephansson og hið þriðja »Minni Canada«, eftir Kristm
Stefánsson, öll prýðisvel þýdd, að mínu áliti. — Að þessU
erindi Hjartar var gerður góður rómur á kennara-fundinum-
Var erindið þýtt á íslenzku, og birtist það þá um veturinn 1
jólablaði »Lögbergs«. Eg skal setja hér dálítinn kafla ur
þeirri grein, þar sem hann minnist á fornsögurnar íslenzku
(eða Islendingasögurnar):
Sögurnar eru hinar dýrmætustu bókmentir íslendinga. Það er ób®*1
að fullyrða, að þær hafi eigi minna bókmentalegf gildi, hvort heldur h 1
er á efni eða frágang, en fornsögur nokkurrar annarrar þjóðar. Þær erU
nær 40 talsins og sumar all-Iangar. Þær greina frá nöfnum og *I,UI11
þeirra manna, sem bygðu ísland fyrst, siðum þeirra, háttum og ven|um>
herförum þeirra í Noregi, Svíþjóð og á Bretlandi áður en þeir fóru 1
eyjarinnar, þar sem frelsi þeirra varðveittist. Þær skýra frá lögum þe>rra
og Iandnámi, trúarbrögðum þeirra og hjátrú, lyndiseinkunum geirra o3
baráttu fyrir lífinu. Þær skýra frá afreksverkum hinna hraustustu °S
vitrustu íslendinga, þar til seint á 13. öld. Þá líður gullöld bókmen,a
íslands undir lok, sem er ekki nema eðlilegt, þar sem söguleg yrkise nj
fara þverrandi og Iandið var að komast í ánauð. Það var því ekkert
að rita sögu um nema þá það, sem hverjum ættjarðarvini hefð> þ°
betur lagt í lágina. Það er líka lítið um bókmentir á Englandi eftir daSa
Vilhjálms fyrsta, en á dögum Elísabetar myndast aðalbókmentir Breta-
Stíllinn á sögunum er einfaldur og blátt áfram, það er hreinskilnib|®r
á sögunum, sem er eða ætti að vera nóg til að sanna sögulegt g>
þeirra. Þ?er eru lausar við alla mælgi, og það gefur þeim bæði sannar
og skáldlegri blæ. Lýsing þeirra á viðburðum eru því skarplegar og bel
ur samdar. Það er eins og maður sjái viðburðina með hugskotsaugurn
sínum. Þar sem sagt er frá ýmsu yfirnáttúrlegu, til dæmis draugum
forynjum, skilur maður þó, að söguritararnir hafa sjálfir trúað þessu °S
því skrásett það, enda myndast ætíð grúi af hindurvitnasögum um afre r
menn, ef sögurnar af þeim ganga lengi í munnmælum áður en þ*r ^
ritaðar. En þeir, sem sömdu sögurnar, virðast hafa sagt hið sannasta
þeir vissu. Þeir segja oss frá mönnum, sem segja lítið, en standa v
öll sín orð og afsaka sig aldrei með því, að tímarnir hafi breyzt e