Eimreiðin - 01.07.1932, Side 134
366
ENDURMINNINGAR
eimreiðiN
Ræddu þeir saman, séra Hjörtur og Stephan, það sem eftir
var kvöldsins, og var mjög skemtilegt á að hlýða. Ég man,
að séra Hjörtur sagði Stephani það, að lengi fram eftir ár-
um hefði sitt mesta uppáhalds-kvæði verið »Vögguvísur*
(Stephans), og sagðist hann kveða þær enn við raust í við-
lögum. Þá brosti Stephan. Ég heyrði séra Hjört fara með
þessar vísur oft og iðulega á sínum yngri árum, bar hann
þær fram snjalt og skörulega og lagði þunga áherzlu á síð-
ustu vísuorðin:
LúIIum — barn, að líða og sakna
látlu skáldið aldrei vakna!
Fóstran hefur, vil ég vona,
við þig kveðið nóg.
— Fleiri gáfur svæfði ég svona. —
Sofðu! Korríró!
Það var líka annað kvæði, sem hann hafði oft yfir og laS
upp utanbókar á samkomum. Það var »Rizpha«, eftir AlfreCj
Tennyson. En Einar H. Kvaran þýddi það á íslenzku. Sagð>
séra Hjörtur, að það væri ein sú bezta þýðing, sem hann
hefði nokkurn tíma séð. Ég heyrði hann síðast lesa þá þVð'
ingu upp á íslenzkri skemtisamkomu, sem haldin var í Van-
couver árið 1913.
í aprílmánuði 1916 fluttist ég til Otto í Grunnavatnsbyg3
í Manitoba og dvaldi þar þangað til haustið 1922. Þá átti
séra Hjörtur heima á Lundar (um tíu mílur enskar frá Otto)-
Ég hafði nú gott tækifæri til að kynnast honum, því að hann
kom oft heim til mín. Þann vetur, sem hann kendi við
Norðurstjörnu-skóla í Grunnavatnsbygð, mátti heita að ég
sæi hann daglega. Eiginlega hafði ég aldrei kynst honum
persónulega fyr en þá. En nú veitti ég honum mikla eftir-
tekt, en ekki samt á líkan hátt og ]ames Boswell veitti
Samuel Johnson, þótt séra Hjörtur minti raunar oft á John-
son, Þeir áttu sammerkt í svo mörgu. Samt mun séra HjÖrtur
hafa verið betur mentaður maður en Johnson og langtum
meira skáld. En báðir höfðu í ríkum mæli flesta þá kosti til
að bera, sem sanna ágætismenn má prýða.
Þegar ég sá séra Hjört á Lundar, í lok aprílmánaðar 1916-
þá virtist mér hann vera orðinn töluvert breyttur. Enda var