Eimreiðin - 01.07.1932, Side 138
370 ENDURMINNINGAR eimREIÐII*
um haf, þegar hann var á níunda ári og var fyrstu árin í
grend við Qimli í Nýja-íslandi. Foreldrar hans fengu ág$t*s'
orð. ]ónas Leó var prýðisvel greindur, fáskiftinn um annara
hagi og grandvar. Sæunn Sigurðardóttir var sögð góð kona
og gáfuð. En af hvaða ættum þau voru, veit ég ekki með
neinni vissu, því að séra Hjörtur vissi mjög lítið um ætt sína.
Honum hafði verið sagt, að faðir hans væri afkomandi Am-
gríms Markússonar, sem var lögsagnari hjá Bjarna sýsl«'
manni Halldórssyni, og að ætt þá mætti rekja til Jóns sýslu'
manns Einarssonar á Geitaskarði, er átti Kristínu dóttur
Gottskálks biskups. — En móðurætt séra Hjartar mun vera
úr Skagafirði, og foreldrar Sæunnar (móður séra Hjartar)
bjuggu um skeið á Daufá í Skagafirði. Séra Hjörtur sagð*
mér það einu sinni, að hann hefði heyrt, að móðir sín hefði
verið í ætt við dr. Jón Þorkelsson (rektor) í Reykjavík. Samt
vissi hann það ekki með neinni vissu. En dr. Jón Þorkelsson
var víst ættaður úr Skagafirði, því að Sigþrúður móðir hans
var dóttir Árna Helgasonar að Fjalli í Sæmundarhlíð. Ég
mikið reynt til að fá upplýsingar um móðurætt séra Hjartar,
en hingað til hef ég einskis vísari orðið um það efni.
Séra Hjörtur kvæntist þann 17. september 1923 og 3e
að eiga Stefaníu Jónínu dóttur Björns Jónssonar BjÖrnS'
sonar frá Skáney í Reykholtsdal og konu hans Ólafíu Stef'
ánsdóttur Ólafssonar Björnssonar Stephensen. Þau Björn og
Ólafía bjuggu um langt skeið nálægt Churchbridge í Saskat-
chewan og hafa verið vinsæl og mikils virt. Stefanía er göð
og gáfuð kona, vel að sér til munns og handa, og má telja
hana í fremstu röð íslenzkra kvenna hér vestan hafs. ÞaU
séra Hjörtur og Stefanía eignuðust einn son barna, og heifir
hann Hjörtur Björn Jónas. Hann er nú sex ára gamall.
fallegur, gáfulegur og elskulegur drengur.
Séra Hjörtur dó að heimili sínu að Lundar í Manitobs
þann 5. dag maímánaðar 1931. Útför hans fór fram frá lú{;
ersku kirkjunni á Lundar tveimur dögum síðar, og stýrðu þeim
athöfn þeir dr. Björn B. Jónsson og séra Jóhann Bjarnason-
Líkið var flutt til Selkirk daginn eftir (þann 8. maí) og jarð'
að þar við hlið foreldra séra Hjartar, og voru við þá athöfn
þeir séra Jónas A. Sigurðsson og séra Runólfur Marteinsson-