Eimreiðin - 01.07.1932, Page 139
^•MREIÐIN
ENDURMINNINGAR
371
f’etta eru efnisrýrar línur. Ég hef ekki sagt neitt frá há-
^ólanámi séra Hjartar eða starfi hans sem prests og kenn-
ara, því ég veit að aðrir, sem þekkja til þess betur en ég,
ttiunu um það rita fyr eða síðar. En starf hans sem kenn-
ara var eitt út af fyrir sig svo mikið og merkilegt, að því
verða ekki gerð skil í stuttri grein. Um það verða allir hans
mörgu nemendur mér samdóma.
Geymir þú, sól —?
Um blóðug, vonlaus tár er sérhver saga,
og sortnar jörð af rústum styrjar-elds.
Geymir þú, sól, í djúpi þinna daga
daggvotan blómhnapp eilífs friðarkvelds?
011 jarðar kvein að fótskör himins falla
svo fast, að tryltur brimgnýr verður þögn.
Öll skepnan kvelst, — við blóði stokkinn stalla.
er stöðugt fórnað hverri lífsins ögn.
Er eini veruleikinn synd og sorgir?
Er sólbraut ástar nýrra kvala hlið, —
guðsríki draumur barns og skýjaborgir,
sem blika dauðakuldans tekur við?
Frá oss er tekin tregabótin nauma, —
nær tekur enda skelfinganna nótt?
Ó, rís þú yfir dölum jarðlífs-drauma,
dýrðlegur morgunljómi, en komdu fljótt!
Ó, sól, vér mænum yfir ógna-strauma, —
ótti og þrá til skiftis halda vörð:
Geymir þú enn í djúpum þinna drauma
dýrð bak við Hel og réttlæti á jörð?
Jakob Jóh. Smári-