Eimreiðin - 01.07.1932, Síða 141
ElMRElÐIN
AFVOPNUN OG AUÐSHYGGJA
373
Bretar............. 10.054.000.000 pund sterling
Frakkar............. 8.126.639.000 — —
Bandaríkjamenn . 5.519.594.000
ítalir.............. 3,502.000.000 — —
Þetta eru gífurlegar tölur. En hver er svo árlegur her-
hostnaður á friðartímum? Samkvæmt því sem fyrnefnt tíma-
rit skýrir frá, nam hann árið 1930—31 900 miljónum sterlings-
Punda, og kom meira en helmingurinn af þeirri uphæð á
Evrópu eina. Undir þessum útgjöldum stynur nú sama álfan
°9 lá flakandi í sárum fyrir 10 árum, eftir hina hrikalegustu
styrjöld, sem sögur fara af. Hver er hin hulda orsök til
tessarar vitfirringar ?
Orsakirnar eru margar, svo sem eftirlitslaus samkepni milli
stórveldanna um að auka sem mest her sinn á landi, í lofti
°9 á legi. En það er önnur orsök á bak við, sem ekki ligg-
Vr eins í augum uppi og hefur því ekki verið veitt eins mikil
athygli, — og það er hin óseðjandi auðshyggja vopnafram-
'eiðenda hvarvetna um heim og hagnaðarvon af því að koma
at stað styrjöldum og í veg fyrir allar tilraunir til að draga
úr vígbúnaði þjóðanna. Vopnaframleiðendurnir eiga sína leyni-
'e9u fulltrúa á friðar- og afvopnunarráðstefnum stórveldanna,
°9 þeir eru ekki aðgerðarlausir þar, enda er þeim vafalaust
Vel borgað. Blöðin forðast að minnast á »svívirðingar þess-
ara launmorðingja, sem verða ríkir á blóði saklausrar alþýðu
11,11 víða veröld*, segir rithöfundur einn, sem nýlega hefur
shrifað um þessi mál.
Tvö rit hafa komið út fyrir skömmu um þessi mál, The
Secret International og Traffic in Arms. Það síðara er gefið
et af Þjóðabandalaginu. Er í ritum þessum nákvæmlega skýrt
Eá rekstri vopnaiðnaðarins og aðferðum, sem beitt er til að
^tbreiða hergögn í gróðaskyni. Stærstu og öflugustu her-
9asnaframleiðendurnir í Bretlandi er Vickers-hlutafélagið,
stofnað 1790, en í því félagi var það, að Sir Basil Zaharoff
hóf æfinlýraferil sinn, því 1897 sameinaðist hergagnafirmað
hjordenfeldt og Maxim, sem Zaharoff starfaði við, Vickers-
^ótaginu, og varð Zaharoff eftir það aðalmaðurinn í þessari
samsteypu, enda varð hann margfaldur miljónamæringur á
stríðsárunum og hafði mikilvæg áhrif á stjórnmál stórveld-