Eimreiðin - 01.07.1932, Page 146
378
KRAFTUR LÍFSINS
EIMREIÐIN
12 ára, drengur og stúlka. Þau voru þar fjögur í kotinu.
Ofboð fátæk voru þau, og karlinn hálfgerður glanni og kjám,
og heldur óduglegur til verka.
Þá var það einn dag um vorið. Það var norðan strekkinss-
gola og fremur kalt í veðri, en þó sólskin. Eg man það eins
og það hefði skeð í dag. Við vorum niður við sjó, faðir minn
og piltarnir fimm—sex og margar stúlkur, í fiski. Við, ég °S
faðir minn, stóðum við staflann og hlóðum, fólkið bar að.
Faðir minn lítur fram á víkina og segir: »Bara að hann
drepi sig nú ekki og alt hyskið, karlaulinn*. Eg leit í sömu
átt og sá, að Páll í kotinu er kominn fram á miðja vík a
smábát, sem hann átti, gamalli manndráps-kænu, og er ha-
fermi í af mó. Mótakið var hinu megin og nú þótti honum,
bjálfanum, tækifæri að sækja móinn í norðan-strekkingnum.
Og það er eins og við manninn mælt, þegar faðir minn segir
þetta, þá hvolfir undir Páli og alt fer í grænan sjó.
Þá þótti mér nú heldur koma skriður á gamla manninn.
»Niður með sexæringinn !< hrópaði hann, grýtti frá sér fisk'
inum, sem hann hélt á og hljóp af stað og við hin á eftir*
Við vorum flest komin jafn snemma að skipinu og röðuðum
okkur kringum það, menn og konur. »Fram með bátinn og
hlaupið þið«, hrópaði faðir minn, og fram var hlaupið með
skipið. »Karlmenn upp í og konur ýti á meðan«, öskraði faðir
minn. Sjö karlmenn fóru upp í og konurnar ýttu og óðu
sumar í mitti og ýttu fast. Þá var ekki dregið af sér, ónei,
ekki var það gert, og ekki var dregið af sér við róðurinn út
víkina, móti golunni. Við rerum sex, sumir afburða-ræðarar,
en pabbi kraup aftur í og ýtti á árarnar hjá báðum afturi-
mönnum og stjórnaði með því stefnunni.
Enginn mælti orð, og enginn leit aftur, þótt við heyrðum
hljóð, þrjú sár og skerandi barnshljóð, sem golan bar okkur
utan að; faðir minn starði stöðugt fram á víkina, og sýndist
mér hann æði svipþungur þá stundina. Ég held mér sé óhaett
að segja, að enginn lá þá á liði sínu, og allir gerðu heldur
meira en þeir gátu. En þegar við loks, — því þó að þetta taeki
ekki nema nokkrar mínútur, fanst mér það langt, — komumst
fram að staðnum þar sem slysið varð, þá var þó svo komið-
að Sæunn auminginn hékk ein á kilinum á bátskrattanum,